Vígalegir stóðhestar í pottinum

11.04.2017
Forkur frá Breiðabólstað, efstur 5v stóðh. á á LM.

Stóðhestapotturinn á „Allra sterkustu“ er fullur af fyrstu verðlauna hestum. Eigendur þeirra sýna stuðning sinn við íslenska landsliðið í verki og hafa gefið toll undir þessa glæsihesta.

Potturinn virkar þannig að menn kaupa sér eitt umslag á kr. 30.000 og draga það sjálfir úr pottinum. Síðan kemur í ljós undir hvaða gæðing viðkomandi hefur hlotið folatoll. Hvar annars staðar en á „Allra sterkustu“ færðu folatoll undir 1.v stóðhest á 30.000 kall!?

Mótið fer fram í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 15. apríl.

Miðasalan er í Líflandi Lynghálsi, Borgarnesi og Hvolsvelli, hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi og í Top Reiter Ögurhvarfi.

Hér má sjá hluta þeirra hesta sem eru komnir í pottinn:
Arður frá Brautarholti - ae. 8,49, heiðursverðlaun
Eldjárn frá Tjaldhólum - ae. 8,55 klárhestur, 1.v fyrir afkvæmi
Pistill frá Litlu -Brekku - ae. 8,10 klárhestur
Gangster frá Árgerði - ae. 8,63, 8,94 hæfileika
Draupnir frá Stuðlum - ae. 8,68
Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum - ae. 8,65
Organisti frá Horni - ae. 8,72
Forkur frá Breiðabólsstað - ae. 8,67
Viti frá Kagaðarhóli - ae. 8,26 klárhestur
Lukku Láki frá Stóra Vatnsskarði - ae. 8,60
Máfur frá Kjarri - ae. 8,42
Glaður frá Prestbakka - ae. 8,72
Frami frá Ketilsstöðum - ae. 8,35 klárhestur
Óskahringur frá Miðási - ae. 8,45
Herkúles frá Ragnheiðarstöðum - ae. 8,46
Boði frá Breiðholti, Gbr. - ae. 8,24 klárhestur
Andri frá Vatnsleysu - ae. 8,38
Sjálfur frá Austurkoti - ae. 8,08 klárhestur
Álvar frá Hrygg - ae. 8,38
Hrannar frá Austurkoti - ae. 8,06
Klængur frá Skálakoti - ae. 8,38
Ópall frá Miðási - ae. 8,67
Kvistur frá Skagaströnd - ae. 8,58
Hildingur frá Bergi - ae. 8,41
Sæmundur frá Vesturkoti - ae. 8,44
Sirkus frá Garðshorni - ae. 8,49