Vilja minnka umfang Landsmótanna

10.10.2008
Almennur vilji virðist fyrir því meðal hestamanna að létta dagskrá Landsmóta hestamanna. Á umræðufundi LH um LM2008 voru flestir sem tóku til máls á þeirri skoðun. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur lagði til að kynbótahrossum yrði fækkað í 150 á LM2010. Einnig lagði hann til að milliriðlum og B úrslitum í gæðingakeppni verði sleppt.Almennur vilji virðist fyrir því meðal hestamanna að létta dagskrá Landsmóta hestamanna. Á umræðufundi LH um LM2008 voru flestir sem tóku til máls á þeirri skoðun. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur lagði til að kynbótahrossum yrði fækkað í 150 á LM2010. Einnig lagði hann til að milliriðlum og B úrslitum í gæðingakeppni verði sleppt.

Almennur vilji virðist fyrir því meðal hestamanna að létta dagskrá Landsmóta hestamanna. Á umræðufundi LH um LM2008 voru flestir sem tóku til máls á þeirri skoðun. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur lagði til að kynbótahrossum yrði fækkað í 150 á LM2010. Einnig lagði hann til að milliriðlum og B úrslitum í gæðingakeppni verði sleppt.

Góð mæting var á fundinn, þrátt fyrir drunga í þjóðarsálinni þessa dagana. Á fjórða tug manna sátu fundinn. Flestir gáfu LM2008 góða einkunn fyrir skipulag, ef frá eru talin salernismál og tjaldstæðismál, sem fóru úr skorðum. Töldu menn að mótsstjórn hefði staðið sig vel í erfiðum aðstæðum, en tvisvar sinnum gerði slíkt ofsaveður að allt ætlaði um koll að keyra.

Einnig var bent á að svæðið hefði ekki verið að fullu tilbúið þegar mótið hófst. Jóna Fanney Friðriksdóttir baðst afsökunar fyrir hönd stjórnar Landsmóts ehf. á því að ekki tókst að fylgja því skipulagi sem lagt var upp með varðandi tjaldstæðin. Hún sagði að fjöldi salerna á svæðinu hefði verið langt umfram staðla. Svo virtist sem notkun þeirra færi mjög eftir staðsetningu og það þyrfti að fara yfir. Almenn ánægja var með það framtak LH að halda fundinn og þökkuðu fundargestir það. Fram hefur komið ósk um að annar fundur verði haldinn á Norðurlandi og hefur Haraldur Þórarinsson, formaður LH tekið vel í þá hugmynd.

Á myndinni er Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri LM2008.