Vill setja þak á aksturskostnað

13.02.2009
Sigurður Ævarsson
Íþróttadómarafélag LH lækkaði tímakaup dómara úr 2300 krónum í 2000 á aðalfundi félagsins í haust. Sigurður Ævarsson, stjórnarmaður í LH, og íþrótta- og gæðingadómari, segir að betra væri fyrir hestamannafélögin að þak yrði sett á aksturskostnað. Íþróttadómarafélag LH lækkaði tímakaup dómara úr 2300 krónum í 2000 á aðalfundi félagsins í haust. Sigurður Ævarsson, stjórnarmaður í LH, og íþrótta- og gæðingadómari, segir að betra væri fyrir hestamannafélögin að þak yrði sett á aksturskostnað. Íþróttadómarafélag LH lækkaði tímakaup dómara úr 2300 krónum í 2000 á aðalfundi félagsins í haust. Sigurður Ævarsson, stjórnarmaður í LH, og íþrótta- og gæðingadómari, segir að betra væri fyrir hestamannafélögin að þak yrði sett á aksturskostnað.

Hestamannafélagið Hornfirðingur lagði tillögu fyrir landsþing LH þess efnis að lækka þyrfti kostnað vegna dómara. Hann væri að sliga lítil hestamannafélög í dreifbýlinu. Aksturskostnaður er oft stór hluti af kostnaðinum og á stundum meiri en tímakaup dómaranna.

Heimilt er að innheimta 92 krónur fyrir ekinn kílómeter, samkvæmt opinberum taxta. Mælst er til þess innan dómarafélaganna að dómarar samnýti bíla og stilli gjaldtöku fyrir akstur í hóf. Engar reglur eru þó til í því sambandi. Dæmi eru um að einn dómari hafi lagt fram reikning fyrir akstur allt upp í 80 þúsund krónur.

„Tímakaup dómara var á sínum tíma miðað við taxta járniðnaðarmanna, sem þá var 2300 krónur. Taxti járniðnaðarmanna er nú kominn á fjórða þúsundið á tímann, en okkar hefur staðið í stað. Lækkun upp á 300 krónur á tímann hefur ekki úrslitaáhrif á kostnaðinn fyrir félögin. Miklu nær væri að setja þak á aksturskostnaðinn. Þá myndu menn hagræða sínum málum í samræmi við það,“ segir Sigurður Ævarsson.