Vinir Skógarhóla – óskað eftir sjálfboðaliðum

06.09.2019

Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli og góð gistiaðstaða er fyrir fólk og hross á svæðinu.

Óskað er eftir sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á Skógarhólum auk aðila sem hafa áhuga og þekkingu á sögu staðarins.

Áhugasömum er boðið á fund þar sem farið verður yfir það sem búið er að gera og það sem fyrir liggur í Íþróttamiðstöðinni Laugardal þriðjudaginn 17. september kl. 20:00. 

Þeir sem hafa áhuga en komast ekki á fundinn geta skráð sig í hóp vina Skógarhóla hér á þessu eyðublaði.

Nánari upplýsingar veitir Eggert Hjartarsson í síma 847-9770.