Von tryllir lýðinn á Uppskeruhátíð hestamanna!

14.10.2009
Hljómsveitin Von
Hin góðkunna hljómsveit Von frá Sauðárkróki kann svo sannarlega að skemmta hestamönnum og það ætla þeir að gera á Uppskeruhátíðinni sem haldin verður á Broadway laugardaginn 7. nóvember nk. Hin góðkunna hljómsveit Von frá Sauðárkróki kann svo sannarlega að skemmta hestamönnum og það ætla þeir að gera á Uppskeruhátíðinni sem haldin verður á Broadway laugardaginn 7. nóvember nk. Þeir félagar munu mæta funheitir til leiks enda vel upphitaðir eftir tvö þúsund manna ofur Laufskálaréttarball um daginn.
Veislustjóri verður hinn stórskemmtilegi húmoristi, hestamaður, eftirherma og sláturhússtjóri Hermann Árnasson og mun hann án efa skjóta á hestamenn og grínast af sinni alþekktu snilld. Boðið verður upp á þriggja rétta glæsikvöldverð að hætti hússins og skemmtidagskrá og verðlaunaveitingar í bland.
Greinilegt er að hestamenn eru ánægðir með það framtak hátíðahaldara að lækka miðaverð því miðarnir hafa rokið út og stefnir í að fullt verði út úr dyrum. Þeir sem enn hafa ekki tryggt sér miða ættu því að hysja upp um sig sokkana hið snarasta, skokka niður á Broadway (eða hringja) og tryggja sér miða eins og skot. Sími miðasölu er 533 1100, en nánari upplýsingar er að finna á www.broadway.is.
Hestamenn! Mætum öll og gleðjumst saman!