Vorið er komið á Skógarhólum

14.05.2021

Um síðustu helgi var fyrsta vinnuhelgin á Skógarhólum. Þar kom saman vaskur hópur Vina Skógarhóla og tók til hendinni.  Á laugardeginum var unnið að ýmsum verkefnum og má þar nefna vinnu við þakkant, rennur, eitt herbergi málað og járnamottur settar í golf sem á að steypa. Á sunnudeginum var unnið að frágangi á hurðum, gólf löguð og málað.

Það er ánægjulegt að sjá hversu margir vilja hjálpa til við að laga svæðið og gera Skógarhóla að góðum áningarstað fyrir hestamenn. 

Er þetta var virkilega góð byrjun  en fyrir liggja fleiri verkefni sem að ráðist verður í á næstunni.  Von á hópi fólks úr Herði sem að ætla að koma og flísaleggja WC, parketleggja herbergi auk annarra verka sem til falla og í vikunni koma smiðir og klára að ganga frá því sem eftir var af þakviðgerðum síðasta árs. Einnig þarf Það þarf að steypa í gólf og einangra loftið í salnum.

Það er ljóst að það þarf að fara í girðingavinnu og aðra útivinnu þegar frost fer úr jörðu og því þurfum við á fleiri höndum að halda þegar líða fer á mánuðinn.

Óskum við eftir að þeir sem geta lagt hönd á plóg í komandi verkefnum á Skógarhólum hafi samband við skrifstofu LH í síma 514-4030 eða á netfangið lh@lhhestar.is

Við viljum þakka þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg síðustu helgi sérstaklega fyrir þeirra framlag en ásamt Eggert Hjartarsyni staðarhaldara komu þau Sigrún Guðjónsdóttir, Jón Davíð Hreinsson, Daníel Örn Árnason, Brynja, Jón Ásmundsson, Sigríður Þóra Árdal og Árni Jónsson og hér má sjá myndir af afrakstri helgarinnar. Veður var gott og fólk komið í sumarskap.