Vormót Léttis

05.05.2017

Vormót Léttis verður haldið maí 13-14 maí á Hlíðarholtsvelli, Akureyri. 
Við ætlum að byrja á að bjóða uppá alla flokka með fyrirvara um skráningar. Ef skráning er dræm í einhverja grein verður aðeins riðin forkeppni eða hún felld niður.

F1 Fimmgangur – 1. flokkur – 2. flokkur
V1 Fjórgangur – 1. flokkur – 2. flokkur – ungmennaflokkur- unglingaflokkur- barnaflokkur
T1 Tölt - 1. flokkur – 2. flokkur – ungmennaflokkur- unglingaflokkur- barnaflokkur
T2 Tölt – opinn flokkur
T7 Tölt – opinn flokkur, hugsað fyrir minna vana knapa og/eða minna vana hesta. Sýndur er einn hringur hægt tölt – snúið við og fjáls hraði. Tilvalið er að koma með unga keppnishesta í þessa grein.
PP2 gæðingaskeið – opinn flokkur
100 m flugskeið - opinn flokkur

Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add og kostar hver skráning 3500 kr. Skráningu lýkur á miðnætti 11. Maí

Upplýsingar gefur Andrea í s. 864 6430

Skeiðvallanefnd Léttis.