Yfirlitssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum

28.05.2009
Alfa frá Blesastöðum, knapi Sigursteinn Sumarliðason.
Hollaröð á yfirlitssýningu kynbótahrossa á Sörlastöðum föstudaginn 29. maí og laugardaginn 30. maí 2009  Hollaröð á yfirlitssýningu kynbótahrossa á Sörlastöðum föstudaginn 29. maí og laugardaginn 30. maí 2009  hefur verið sett á vefinn hjá Búnaðarsambandi Suðurlands.

Sýningin hefst kl. 8.00 föstudaginn 29. maí með sýningu á hryssum 7 vetra og eldri. Að þeim loknum koma 6 vetra hryssur og síðan verður endað á 5 vetra hryssum.

Á laugardaginn verður hafist handa kl. 9.00 og byrjað á sýningu 4 vetra hryssa og að þeim loknum verður hafist handa við stóðhestana. Byrjað verður á 4 vetra stóðhestum og endað á þeim 7 vetra og eldri.

Hægt er að skoða hollaröðina með því að smella hér.