Yfirlýsing frá stjórn Funa

22.12.2011
Stjórn Funa gerir alvarlega athugasemd við vinnubrögð stjórnar LH við úthlutun landsmótanna 2014 og 2016. Á sama tíma og umsókn hestamannafélagsins Funa um Landsmót 2016 er talin veik þá er ákveðið að mótið skuli haldið á Vindheimamelum þrátt fyrir að formleg umsókn liggi ekki inni frá staðarhöldurum þar. Stjórn Funa gerir alvarlega athugasemd við vinnubrögð stjórnar LH við úthlutun landsmótanna 2014 og 2016. Á sama tíma og umsókn hestamannafélagsins Funa um Landsmót 2016 er talin veik þá er ákveðið að mótið skuli haldið á Vindheimamelum þrátt fyrir að formleg umsókn liggi ekki inni frá staðarhöldurum þar.

Komið hefur fram í fjölmiðlum að stjórn hestamannafélagsins Léttfeta á Sauðárkróki hafi ekki stutt umsókn um LM 2016 á Vindheimamelum. Í frétt  Feykis þann 20. desember 2011 segir orðrétt: “Stjórn hestamannafélagsins Léttfeta lýsir furðu sinni á ákvörðun LM á landsmótsstað fyrir árið 2016 þar sem ekki var sótt um að halda mótið það ár af hálfu hestamannafélaganna í Skagafirði. Einungis var sótt um að halda Landsmót árið 2014”.

Sama er upp á teningnum í frétt Morgunblaðsins þann 9. desember 2011. Þar segir: “ Fjögur mótssvæði sækja um að halda landsmót hestamanna. Hella, Eyjafjörður og Skagafjörður keppa um mótið 2014 og tvö fyrrnefndu héruðin sækjast eftir mótinu 2016 ásamt Reykjavík.”

Ef satt reynist að umsókn Gullhyls hafi ekki uppfyllt kröfur um formlega umsókn þá er ljóst að afglöp stjórnar LH séu með þeim hætti að hún verður að taka málið upp að nýju og endurskoða úthlutunina. Stjórn Funa mun senda málið til meðferðar innan ÍSÍ á næstu dögum enda eru vinnubrögð stjórnar LH greininni í heild til minnkunnar.

Stjórn Hestamannafélagsins Funa