Yfirlýsing vegna sóttvarna

25.11.2010
LH, FHB og FT fordæma smygl á notuðum reiðtygjum og óhreinum reiðfatnaði til landsins og harma að enn ríki slíkt skilningsleysi á hættunni sem það hefur í för með sér fyrir heilbrigði hrossastofnsins. LH, FHB og FT fordæma smygl á notuðum reiðtygjum og óhreinum reiðfatnaði til landsins og harma að enn ríki slíkt skilningsleysi á hættunni sem það hefur í för með sér fyrir heilbrigði hrossastofnsins.

Samtökin líta þetta brot mjög alvarlegum augum í ljósi þess mikla tjóns sem “smitandi hósti” hefur valdið allri starfsemi í kringum íslenska hestinn á þessu ári, og ætti að vera öllum hestamönnum í fersku minni.
Samtökin treysta því að MAST fylgi málinu eftir samkvæmt Landslögum. 
Að gefnu tilefni vilja  samtökin hvetja alla hestamenn og aðra ferðamenn til að standa vörð um heilbrigði íslenska hrossastofnsins og virða reglur um sóttvarnir þar að lútandi.  


Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga
Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda
Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags tamningamanna