Youth Camp 2015

30.06.2015

FEIF Youth Camp 2015 fer fram í þessari viku í Þýskalandi. Youth Camp eru sumarbúðir fyrir unglinga á aldrinum 13 til 17 ára frá öllum aðildarlöndum FEIF. Markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annarra þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Meginþema búðanna í ár verður Sirkus æfingar án hesta. Eftir vikuna verður svo sett upp sýning sem þátttakendur taka þátt í. 

Íslenski hópurinn í ár samanstendur af fjórum hressum strákum. En það eru þeir Þór Ævarsson frá hestamannafélaginu Funa, Kristján Þórarinn Ingibergsson frá hestamannafélaginu Mána, Eysteinn Tjörvi Kristinsson frá Þyt og Hjörtur Hlíðdal Þorvaldsson frá Fáki. Fararstjóri ferðarinnar er Sóley Margeirsdóttir úr æskulýðsnefnd LH.

Youth Camp farar frá Íslandi

Hópurinn hélt af stað til Þýskalands um helgina og eftir að hafa stoppað einn dag í Düsseldorf, þá héldu þau til Reitschule Berger í Bestwig-Berlar á sunnudaginn þar sem búðirnar fara fram í ár. Ferðin gekk vel og hafa þau öll komið sér vel fyrir og eru farin að kynnast hinum þátttakendunum - td með því að taka þátt í hópefli í gær.

Hopefli 1

hopefli 2

Við hjá LH vonum að þau skemmti sér vel í vikunni og verði reynslunni ríkari eftir ferðina.