Youth Cup 2010 lokið

21.07.2010
Steinunn Arinbjarnadóttir vann töltið

Youth Cup í Danmörku lauk nú um helgina og gengu íslensku krökkunum vel þrátt fyrir byrjunarörðuleika með hestana fyrr í vikunni. Þau kepptu í CR1, F2, FS2, PP2, T5, T6, T7, V2 og FR1 og voru helstu úrslit þessi. Youth Cup í Danmörku lauk nú um helgina og gengu íslensku krökkunum vel þrátt fyrir byrjunarörðuleika með hestana fyrr í vikunni. Þau kepptu í CR1, F2, FS2, PP2, T5, T6, T7, V2 og FR1 og voru helstu úrslit þessi.

F2 Fimmgangur - A úrslit

2. Anna Kristín Friðriksdóttir á Djákni frá Votmúla - 5,57

PP2 Gæðingaskeið

4. Anna Kristín Friðriksdóttir á Djákni frá Votmúla - 4,63
5. Nanna Lind Stefánsdóttir á Geisla frá Gígjarhól - 3,46

T5 Tölt - A úrslit

3. Bryndís Heiða Guðmundsdóttir á Von frá Vigra - 5,57

T6 Tölt - A úrslit

3. Nanna Lind Stefánsdóttir á Geisla frá Gígjarhól - 6,09

T7 Tölt - A úrslit

1. Steinunn Arinbjarnadóttir á Kára frá Eystri-Hól - 5,84
6. Björgvin Helgason á Þögn frá Vestra-Fíflholti - 5,00

V2 Fjórgangur - A úrslit

6. Steinunn Arinbjarnadóttir á Kára frá Eystri-Hól - 5,77

Við óskum þeim öllum til hamingju með þennan árangur.
Öll úrslit mótsins má svo finna hér á síðu FEIF.