Youth cup fréttir - úrslitadagurinn

14.07.2012
Glódís og Frá glaðar eftir B úrslitin.
Dagurinn byrjar rosalega vel hjá okkur fyrir utan veðrið en það er rigning og kalt. Fyrst á dagsskránni var B úrslit í fimmgangi og var Þórunn Þöll okkar fulltrúi þar. Hún stóð sig eins og hetja og endaði í 7 sæti eftir flotta sýningu.

Glódís keppti í B úrslitum í T7 og endaði hún einnig í 7 sæti. Vináttan í hópnum er svo mikil að þær vildu ekki vinna hvora aðra hehe.

Nína María keppti svo í B úrslitum í fjórgangi og eftir harða baráttu endaði hún í 9 sæti af 11.

Við tók svo keppni í 100m skeiði og Katrín Birna á Neyslu gerði sér lítið fyrir og vann skeiðið og átti hún 2 bestu tímana, 9,40 og 9,68 (óstaðfestir tímar) við höldum að Þórunn Þöll og Harpa frá Ljósalandi séu í 3 sæti en það er eins með þetta og aðrar greinar sem ekki fara fram á hringvellinum að við fáum ekki að vita neitt fyrr en í kvöld.

Okkar fulltrúum gekk ekkert rosalega vel í flag race en við fengum ekki mikið tækifæri í að æfa okkur í þeirri grein en hún krefst mikilla æfinga.

Eftir hádegið eru svo A úrslitin og ætlum við að rúsat þeim eins og krakkarnir segja...

Kveðjur í bili

Andrea og Helga