Fréttir: Desember 2015

Ráslistar Meistaradeildarinnar á morgun

09.04.2015
Lokamót Meistaradeildar í hestaíþróttum verður á morgun, föstudaginn 10.apríl. Mótið byrjar kl. 18:30 á slaktaumatölti en keppt verður einnig í flugskeiði.

Landsliðsnefnd þakkar fyrir allan stuðninginn.

07.04.2015
Landsliðsnefnd LH vill senda öllum sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning og framkvæmd á heimsviðburðinum “Þeim allra sterkustu“ sem fór fram í Sprettshöllinni þann 4.apríl kærar þakklætiskveðjur.

Skrifstofa LH verður lokuð á þriðjudaginn.

05.04.2015
Fréttir
Skrifstofa Landssambandsins verður lokuð á þriðjudaginn. Opnar aftur klukkan 9:00 á miðvikudag.

Sigurður og Arna komu, sáu og sigruðu Þá allra sterkustu

05.04.2015
Fréttir
Sigurður Sigurðarson og Arna frá Skipaskaga komu, sáu og sigruðu þá Allra sterkustu

Spennan magnast fyrir kvöldinu!

04.04.2015
Spennan magnast fyrir Þeim allra sterkustu sem verða í Sprettshöllinni í kvöld.

Ráslisti Allra sterkustu

01.04.2015
Fréttir
Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga stendur fyrir heimsviðburði í Sprettshöllinni næstkomandi laugardag, 4.apríl. Hægt er að ná sér í aðgöngu- og happdrættismiða í Líflandi Lynghálsi, Top Reiter Ögurhvarfi og Baldvin og Þorvaldi Selfossi.

FEIF æskulýðsstarf - Alþjóðleg kvikmyndakeppni 2015

01.04.2015
Fréttir
FEIF æskulýðsstarf – Lights, camera, action! - Alþjóðleg kvikmyndakeppni 2015

Stóðhestavelta á Allra sterkustu!

31.03.2015
Fréttir
Lang stærsta stóðhestavelta sem haldin hefur verið á folatollum verður á Allra sterkustu um helgina. 100 folatollar undir heiðursverðlauna, fyrstu verðlauna og stórefnilega unghesta verða í pottinum. ENGIN NÚLL – aðeins KR. 25.000 hver tollur. – allir hagnast!

Miðasalan hafin á Allra sterkustu!

31.03.2015
Fréttir
Miðsalan hófst með látum í gær og ljóst er að mikil spenna er fyrir laugardagskvöldinu í Sprettshöllinni, Kópavogi. Miðar fást í Líflandi Lynghálsi, Top Reiter Ögurhvarfi og í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi. Miðinn kostar kr. 3.500.