Fréttir: Desember 2021

Stöðulisti í fimmgangi F1

18.06.2021
Fréttir
Stöðulisti í fimmgangi F1 að lokinni forkeppni á Reykjavíkurmeistaramóti í flokki fullorðinna og ungmenna hefur verið uppfærður.

Stöðulisti í fjórgangi V1

16.06.2021
Fréttir
Stöðulisti í fjórgangi V1 að lokinni forkeppni á Reykjavíkurmeistaramóti í flokki fullorðinna og ungmenna hefur verið uppfærður.

Tilkynningar um atvik á mótum

14.06.2021
Fréttir
Á vef LH hefur verið komið fyrir tilkynningahnappi (atvikaskráning) fyrir skráningu á atvikum sem upp koma á mótum. Þegar ýtt er á hnappinn opnast eyðublað þar sem hægt er að skrá hverskonar atvik sem upp koma er varða ósæmilega hegðun eða samskiptaerfiðleika á mótsstað.

Tilkynning frá keppnisnefnd LH

01.06.2021
Fréttir
Að gefnu tilefni vill keppnisnefnd árétta við mótshaldara og keppendur að ekki má keppa upp fyrir sig í aldursflokki, sé boðið upp á grein í viðkomandi aldursflokki í íþróttakeppni.

Uppfærðar sóttvarnarreglur 25. maí

27.05.2021
Fréttir
Heilbrigðisráðherra hefur nú gefið út nýja reglugerð sem tók gildi 25. maí og gildir til og með 16. júní. Með henni eru gerðar verulegar tilslakanir á íþróttastarfi.

Foringjareið á Skógarhólum

25.05.2021
Fréttir
Stjórn LH og Formenn hestamannafélaga fóru í skemmtilegan reiðtúr annan í Hvítasunnu.

Þeir sem eiga leið um Stardal athugið

25.05.2021
Fréttir
Þeir hestamenn sem eiga leið um Stardal frá Mosfellsdal uppí Skógarhóla  eru vinsamlegast beðnir um að fara yfir Stardalsá norðan við ræsið, sjá kort. Rauða breiða línan er hjáleið. Landeigendurnir eru með þessu að koma í veg fyrir gegnumakstur í Stardal.  

Allt að gerast á Skógarhólum

21.05.2021
Fréttir
Um helgina mættu nokkrir galvaskir sjálboðaliðar og létu til sín taka á Skógarhólum enn eina ferðina. Það voru þau Jón Davíð Hreinsson, Sigún Guðlaugsdóttir, Róbert Gunnarsson, Karl Gústaf Davíðsson, Guðlaugur, Dynja Guðlaugsdóttir, Oddur Guðlaugsson ásamt staðarhaldaranum Eggert Hjartarsyni. Steypt var í gólf í salnum og í rifið upp timburgólfið...

SportFengsnámskeið á Teams 27. maí kl.19:30

19.05.2021
Fréttir
Fimmtudagskvöldið 27. maí kl. 19:30 verður haldið SportFengsnámskeið á fundarforritinu Teams.