Fréttir: Febrúar 2013

Gæðingadómarar athugið

14.02.2013
Fréttir
DVD diskur vegna upprifjunar gæðingadómara 2013 hefur nú verið sendur út. Þeir dóamarar sem enn hafa ekki fengið diskinn sendan heim, eru beðnir um að hafa samband við Oddrúnu Ýr í fræðslunefnd GDLH sem allra fyrst.

Trec-mót í Sörla

14.02.2013
Fréttir
Trec-mót verður haldið laugardaginn 16. febrúar nk. í Sörlahöllinni. Mótið hefst kl. 14.00. Þetta er opið mót fyrir alla, unga sem aldna. Enginn skráningargjöld - aðgangur ókeypis.

Meistaradeildin í kvöld - ráslisti

14.02.2013
Fréttir
Annað mót Meistaradeildarinnar verður haldið í kvöld, 14. febrúar í Ölfushöllinni. Keppni kvöldsins er gæðingafimi og munu gestir fá að sjá marga góða gæðinga sýna listir sínar í höllinni í kvöld.

Fyrstu vetrarleikar á Kjóavöllum

12.02.2013
Fréttir
Fyrstu vetrarleikar ársins hjá nýju sameinuðu hestamannafélagi á Kjóavöllum fara fram nk. laugardag, 16. febrúar. Kl. 13 hefst keppni í reiðhöllinni (Andvaramegin) á pollaflokki og barnaflokki og kl. 14 hefst svo keppni í öðrum flokkum.

Folaldasýning Harðar

12.02.2013
Fréttir
Hestamannafélagið Hörður stendur fyrir folaldasýningu föstudaginn 22. febrúar kl 19:00 í reiðhöll Harðar. Skráningar skal senda á netfangið hordur1234@gmail.com fyrir hádegi 21. febrúar. Skráning þarf að innihalda nafn folalds, litur, IS númer ef það er til staðar og foreldrar. Skráningargjald kr 2.000 greiðist á staðnum.

Til allra hestaíþróttadómara

12.02.2013
Fréttir
Fyrra endurmenntunarnámskeið HÍDÍ verður n.k. miðvikudag 13. febrúar kl.17:00-22:00 í Reiðhöllinni Víðidal. Síðasti skráningardagur fyrir það námskeið er þriðjudaginn 12. febrúar.

Vetrarmót Mána

12.02.2013
Fréttir
Nú er komið að því að fyrsta mótið okkar á þessu herrans ári verði haldið en það er náttúrulega okkar frááábæra vetrarmót. Nú er um að gera að draga fram spariskóna og vera með í þessu skemmtilega móti.

Hádegisfundur ÍSÍ og HÍ

12.02.2013
Fréttir
Afreksíþróttir barna og unglinga- hvað ræður, efniviður eða líkamlegur þroski? Mánudaginn 18. febrúar munu ÍSÍ og Íþrótta- og heilsufræðibraut HÍ standa í sameiningu fyrir hádegisfundi í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal og hefst fundurinn kl.12:10.

Námskeið hjá Rúnu og Olil um helgina

11.02.2013
Fréttir
Um næstu helgi, 16. - 17. febrúar, verða reiðkennararnir Rúna Einarsdóttir og Olil Amble með námskeið fyrir þau ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir HM í vor. Námskeiðið fer fram í reiðhöll Eldhesta í Ölfusinu.