Fréttir: Febrúar 2013

Umsóknir um dómara

08.02.2013
Fréttir
Á síðasta landsþingi LH var samþykkt að mótshaldarar skuli sækja um dómara á mót sín beint til dómarafélaganna. Hestaíþróttadómarafélag Íslands hefur nú sett upp sérstaka umsóknarsíðu á sinn vef og þar fylla mótshaldarar út viðeigandi form og senda inn.

Námskeið á vegum Léttis veturinn 2012-2013

07.02.2013
Fréttir
Það er markmið fræðslunefndar að bjóða upp á fjölbreytt úrval reiðnámskeiða þannig að allir finni sér eitthvað við hæfi. Félagsmenn Léttis hafa forgang ef fleiri umsóknir berast en hægt er að anna en ef áhugi reynist lítill falla námskeiðin niður. Upplýsingar um kostnað og skipulag námskeiðanna verða auglýstar nánar síðar.

Aðalfundur hestamannafélagsins Kjóavöllum

07.02.2013
Fréttir
Aðalfundur Hestamannafélagsins Kjóavöllum verður haldinn 14.02.2013 kl. 20.00 í veislusal reiðhallarinnar í Glaðheimum.

Opið Karlatölt Harðar

06.02.2013
Fréttir
Karlatölt Harðar í samvinnu við Brimco, Verslunartækni og Spónarval verður haldið næstkomandi laugardag 9.febrúar í glæsilegri reiðhöll Harðarmanna og byrjar kl 14:00.

KEA mótaröðin 2013

05.02.2013
Fréttir
KEA mótaröðin verður í vetur haldin í reiðhöll Léttis á Akureyri. Á fyrsta mótinu sem haldið verður 14. febrúar, verður keppt í fjórgangi.

Ístölt Austurland 2013

05.02.2013
Fréttir
Aðalatriðið er ísinn - Nú styttist óðum í hið árlega Ístölt Austurland sem Freyfaxi stendur fyrir á Fljótsdalshéraði, en það verður haldið 23. febrúar n.k. Mótið fer fram eins og undanfarin ár á Móavatni við Tjarnarland.

Landsliðsnefnd á faraldsfæti

04.02.2013
Fréttir
Landsliðsnefnd LH mun verða á faraldsfæti þriðjudaginn 5. febrúar. Fulltrúar nefndarinnar ásamt liðsstjóra landsliðsins, Hafliða Halldórssyni, munu halda fund í félagsheimili Léttfeta á Sauðárkróki og kynna lykill að vali landsliðsins, dagskrá nefndarinnar fram á sumar og áherslur liðsstjóra.