Fréttir: Apríl 2010

Opið íþróttamót Mána og TM

12.04.2010
Fréttir
Skráning á opið íþróttamót Mána og TM (*WR ) fer fram mánudaginn 19. apríl. Skráningin fer fram í Mánahöllinni og í símum milli kl 20-22. 893-0304 (Þóra) 861-0012 (Hrönn) 848-6973 (Þórir) 695-0049 (Jóhann) 866-0054 (Bjarni) 861-2030 (Snorri) 891-9757 (Haraldur). Keppt verður í öllum flokkum og greinum ef næg þátttaka fæst.

Fáksfréttir

09.04.2010
Fréttir
Æskulýðsnefnd Fáks fer í óvissuferð á laugardaginn þar sem ætlunin er að fara á nokkra skemmtilega og fróðlega staði og hafa mikið gaman af. Til þess að allir fái pláss í rútunni og nesti í ferðalaginu, biðjum við foreldra að skrá börnin sín til þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið fakurbogu@simnet.is fyrir kl. 18:00 á fimmtudagskvöldið kemur.

Fákar og fjör 2010

09.04.2010
Fréttir
Í tengslum við Stórsýninguna Fákar og fjör þann 17. apríl næstkomandi í Top Reiter höllinni á Akureyri verður stóðhestakynning frá kl 13.00. Eigendum stóðhesta á svæðinu verður boðið að koma með þá til kynningar. Um er að ræða bæði ungfola ótamda sem og reiðfæra hesta.

Úrslit frá æskulýðsmóti Léttis og Líflands

09.04.2010
Fréttir
Opna æskulýðsmót Léttis og Líflands var haldið laugardaginn 3. apríl og lukkaðist mótið val í alla staði. Börnin skemmtu sér vel og gekk mótið hratt fyrir sig. Að loknu móti fengu börnin pappíra frá dómurum um hvað má betur fara og hefur það mælst vel að afhenda krökkunum svona pappíra. Til hamingju krakkar með frábært og skemmtilegt mót.

Félag tamningamanna 40 ára

09.04.2010
Fréttir
Félag tamningamanna verður 40 ára á laugardaginn kemur, þann 10. apríl en það var stofnað árið 1970 af nokkrum kappsfullum ungum tamningamönnum. Af þessu tilefni verður blásið til afmælishátíðar síðar á árinu og hefur verið skipuð undirbúningsnefnd til að vinna að málinu.

Skráning hafin á Kvennatölt Gusts og Landsbankans

09.04.2010
Fréttir
Skráning á Kvennatölt Gusts og Landsbankans er hafin á vefnum www.gustarar.is og þar er að finna nánari útskýringar á því hvernig skráningin fer fram en hún stendur til miðnættis 12. apríl nk. Skrá má eins marga hesta og hver vill, en komi knapi fleiri en einum hesti í úrslit skal viðkomandi velja einn hest til úrslitakeppninnar. Skráningargjald er kr. 3.500 á hest.

Meistaradeild VÍS

08.04.2010
Fréttir
Á laugardaginn verður sjötta og næst síðasta mótið í mótaröð Meistaradeildar VÍS. Þá verður keppt í gæðingaskeiði og 150m skeiði. Mótið verður haldið á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði og hefst mótið klukkan 14:00 á 150m skeiði.

Nýdómaranámskeið HÍDÍ 5.-8. maí 2010.

08.04.2010
Fréttir
Nýdómaranámskeið í hestaíþróttum verður haldið 5.-8. maí 2010  í tengslum við Reykjavíkurmeistarmót Fáks.  Nokkrir hafa skráð sig, en við getum enn bætt við örfáum á þetta námskeið.  Skráning og nánari upplýsingar hjá HÍDÍ á netfangið: pjetur@pon.is.