Fréttir: Apríl 2010

Skeiðmót í Hafnarfirði

08.04.2010
Fréttir
Næsta laugardag verður Skeiðmót Meistaradeildar VÍS. Í ár verður mótið haldið á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Mótið hefst klukkan 14:00. Á mótinu verður keppt í gæðingaskeiði og 150m skeiði. Má gera ráð fyrir mjög harðri keppni þar sem margir af sterkustu skeiðhestum landsins eru skráðir til leiks. Ráslistar verða birtir á morgun fimmtudag.

Myndir frá Ístölti "Þeirra allra sterkustu"

06.04.2010
Fréttir
Myndir frá Ístölti "Þeirra allra sterkustu" er nú að finna undir Ýmislegt - Ljósmyndir. Myndirnar tók Dagur Brynjólfsson. Fleiri myndir er að finna á www.dalli.is

Meistaradeild UMFÍ og LH

06.04.2010
Fréttir
Meistaradeild UMFÍ og LH fer fram föstudaginn 9.apríl nk. í Rangárhöllinni. Keppt verður í fimmgangi og slaktaumatölti. Keppni hefst kl.18:00. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna milli liða sem og í einstaklingskeppninni eftir fyrstu keppni, en þá var keppt í fjórgangi og smala.

Einkunnir frá forkeppni - Ístölt

06.04.2010
Fréttir
Hér má sjá einkunnir úr forkeppni frá Ístölti "Þeirra allra sterkustu":

Kvennatölt Gusts 2010

06.04.2010
Fréttir
Nú styttist í hið eina sanna Kvennatölt Gusts, en það fer fram í reiðhöllinni í Glaðheimum í Kópavogi laugardaginn 17. apríl nk. Skráning fer fram á www.gustarar.is undir liðnum skráning dagana 9.-12. apríl nk. Boðið er upp á keppni í fjórum styrkleikaflokkum að venju: Byrjendaflokki, minna vanar, meira vanar og opnum flokki.

Ístöltsmeistarinn Halldór Guðjónsson

04.04.2010
Fréttir
Halldór Guðjónsson og Nátthrafn frá Dallandi komu, sáu og sigruðu Ístölt „Þeirra allra sterkustu“ 2010. Þeir félagar höfðu titil að verja en þeir sigruðu Ístölt „Þeirra allra sterkustu“ 2009. Þeir voru fyrstir inn á ísinn í forkeppni, áttu feikna góða sýningu og fengu hæstu einkunn úr forkeppni  8,63. Halldór og Nátthrafn létu forystuna aldrei af hendi, sýndu glæsilegt samspil og sigruðu með  einkuninna 9,22.

Ráslistar Ístölt "Þeirra allra sterkustu"

01.04.2010
Fréttir
Hér má sjá ráslista fyrir Ístöltið "Þeirra allra sterkustu". Minnum á forsölu aðgöngumiða í Líflandi laugardaginn 3.apríl. Opið er frá 9:00 til 15:00. Einnig verða miðar seldir í anddyri Skautahallarinnar frá kl.18:00. Húsið opnar kl.19:00 og sýningin hefst kl.20:00.