Fréttir: Júní 2008

Mikill áhugi á þátttöku í ræktunarbúsýningu á LM

09.06.2008
Fréttir
Mjög góð þátttaka var í skráningu ræktunarbússýninga á Landsmót 2008. Tuttugu ræktunarbú sendu inn umsókn um þátttöku á komandi Landsmóti en skv. venju eru það tíu bú sem valin eru úr umsóknum. Ræktunarbúum áranna 2006 og 2007 er jafnframt boðin þátttaka þannig að í heild eru það 12 bú sem koma fram. Vegna þessa mikla fjölda og þeirrar staðreyndar að öll búin eru verðug til þátttöku í sýningu á Landsmóti 2008 hefur verið ákveðið að dregið verði um þátttöku í sýningunni.

Barna- og skemmtidagskrá verður kynnt á næstu dögum

08.06.2008
Fréttir
Margir hafa beðið með óþreyju eftir því að afþreyingar- og skemmtidagskrá Landsmóts verði kynnt. Helstu áherslur í ár eru að Landsmót sé fjölskylduhátíð hestamanna. Opnaður verður glæsilegur afþreyingargarður fyrir unga fólkið, Húsasmiðjugarðurinn.