Fréttir: Ágúst 2023

6 dagar til stefnu!

02.08.2023
Fréttir
Nú eru einungis sex dagar þar til að Heimsmeistaramótið hefst. Allir íslensku keppendurnir eru komnir á svæðið. Hestarnir okkar flugu út á mánudaginn og gekk flugið vel. Aðstaðan í Hollandi er góð, hesthúsið er rúmgott og vel er passað upp á aðgangsstýringu til að koma í veg fyrir óþarfa áreiti og hindra smitleiðir.