Fréttir: 2007

Úrvalshópur unglinga og ungmenna 16.-21. árs

29.08.2007
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga skipaði nefnd í lok desember 2007 til að koma á stokk úrvalshópi unglinga og ungmenna í hestamennsku. Aðalmarkmið verkefnisins um úrvalshóp í hestamennsku er að gefa unglingum og ungmennum kost á bestu þjálfurum, fyrirlesurum og dómurum á hverjum tíma.

Nýr lykill fyrir landslið í hestaíþróttum

29.08.2007
Fréttir
Landsliðsnefnd LH hefur sent frá sér nýjan lykil að vali landsliðs í hestaíþróttum fyrir HM2009 í Sviss. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á lyklinum. Úrtökumót fyrir HM verður nú tveir dagar í stað fjögurra áður.

Meistardeild ungmenna, gott eða vont

29.08.2007
Fréttir
Meistaradeild ungmenna hefur verið stofnuð. Í framhaldi er eðlilegt að fólk spyrji: Er það gott eða vont? Er svo hörð keppni þar sem aðeins útvaldir taka þátt heppilegur vettvangur fyrir börn og unglinga?

Mótaskrá LH, síðustu forvöð

29.08.2007
Fréttir
Mótaskrá LH verður birt næstkomandi föstudag. Síðasti dagur til að skila inn dagsetningum móta er 15. janúar. LH beinir því til hestamannafélaganna og annarra mótshaldara að skila inn dagsetningum fyrir lokadag á: lh@isi.is og regina@isi.is. Einnig í síma: 514-4030.

Fundað í nefndum LH

29.08.2007
Fréttir
Vetrarstarfið hjá Landssambandi hestamanna- félaga er að renna í gang. Fundað var í flestum nefndum LH í liðinni viku og línurnar lagðar. Langflestir sem tilnenfdir voru í nefndirnar eru tilbúnir til starfa.

Umsóknir um landsmótsstaði 2012 og 2014

29.08.2007
Fréttir
Stjórn Landssambands hestamanna (LH) auglýsir hér með eftir umsóknum frá áhugasömum hestamannafélögum/rekstraraðilum vegna mótahalds Landsmóts hestamanna áranna 2012 og 2014.

LH vill einfalda reglur WorldRanking

29.08.2007
Fréttir
Á þessu ári samþykkti Sportnefnd FEIF að mót í hestaíþróttum séu því aðeins lögleg WorldRanking mót að einn dómari sé erlendur. Það er að segja að hann komi frá öðru landi en viðkomandi keppnislandi.

Tillaga um að dregið verði um röð keppenda send til FEIF

29.08.2007
Fréttir
Stjórn LH hefur sent formlega tillögu til stjórnar FEIF um að dregið verði um röð keppenda á alþjóðlegum mótum í Íslandshestamennsku. Tillagan er í samræmi við samþykkt landsþings LH frá því í haust.

Landsþing LH 2010 á Akureyri

29.08.2007
Fréttir
Næsta Landsþing LH verður haldið á Akureyri eftir tvö ár. Sigfús Helgason, Létti, flutti boð þess efnis frá félagi sínu í lok Landsþings LH á Kirkjubæjarklaustri. Haraldur Þórarinsson, formaður LH, þekktist boðið fyrir hönd samtakanna.