Fréttir: 2019

Hestakúnstir og gagntegundarsýning á 17. júní í Reykjavík

20.06.2019
Fréttir
Landsamband hestamanna og Horses of Iceland stóðu sameiginlega fyrir hestasýningu í miðbæ Reykjavíkur á 17 júni.

Íslandsmót í hestaíþróttum 2. – 7. júlí

18.06.2019
Fréttir
Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið 2. - 7. júlí 2019 á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. Að mótinu standa hestamannafélögin átta sem staðsett eru á suðvesturhorni landsins; Máni, Brimfaxi, Sörli, Sóti, Sprettur, Fákur, Hörður og Adam.

Myndbönd frá landsmótum í Worldfeng

07.06.2019
Fréttir
Keppnishluti Landsmóts 2018 bættist nýlega við í myndböndin í Worldfeng. Mikil söguleg verðmæti liggja í myndböndum frá landsmótum liðinna ára, þarna er skrásett saga Landsmóta og kynbótasaga íslenska hestsins. Landmót 1954-1986 eru í nokkrum stuttum þáttum, landsmótin 2012, 2014, 2016 og 2018 eru komin inn í heild sinni og verið er að vinna myndefni frá landsmótum 2000 til 2011.

Myndir í Kortasjá LH

07.06.2019
Fréttir
Kortasjá LH er afar gagnlegt verkfæri þegar kemur að skipulagningu og undirbúningi fyrir hestaferðir sumarsins. Í Kortasjánni eru ótal reiðleiðir í öllum landshlutum, skálar merktir inn og auðvelt að mæla vegalengdir.

Uppskeruhátíð 2. nóvember á Hótel Sögu

31.05.2019
Fréttir
Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda verður haldin 2. nóvember í Súlnasal Hótel Sögu. Sérstakt tilboðsverð er á gistingu á Hótel Sögu fyrir gesti hátíðarinnar og hvetjum við þá sem hyggjast nýta sér það að panta gistingu tímanlega.

AppFengur á sérkjörum fyrir félagsmenn hestamannafélaga

31.05.2019
Fréttir
AppFengur býður félagsmönnum hestamannafélaga áskrift að Appfeng á sérstökum afsláttarkjörum. Fastur 50% afsláttur af mánaðaráskrift ef keypt er áskrift fyrir 15. sept 2019. Áskrift gefur notendum fullan aðgang að AppFengi ásamt nýjum og reglulegum uppfærslum.

Uppfærð útgáfa af lögum og reglum LH

23.05.2019
Fréttir
Uppfærð útgáfa af lögum og reglum LH er komin inn á vefinn með breytingum sem samþykktar voru á landsþingi 2018.

Mótin sem verða til viðmiðunar fyrir HM

09.05.2019
Fréttir
Mótahald vorsins er að komast á fullt skrið og þá fer að skýrast hvaða knapar geta tryggt sér sæti í landsliðinu á HM í sumar. Þau mót sem verða til viðmiðunar þegar kemur að vali í endanlegt landslið eru:

Komdu með á HM í Berlín

08.05.2019
Fréttir
Ferðaskrifstofan Vita er samstarfsaðili LH í sölu á ferðum á HM í Berlín í ágúst. Vel hefur gengið að selja ferðir á mótið og því stefnir í frábæra stemmningu í stúkunni í Berlín. Þeir sem hafa upplifað HM áður vita að vandfundnir eru glæsilegri viðburðir tengdir Íslandi en Heimsmeistaramót íslenska hestsins. Þeir sem eru að fara í fyrsta sinn á HM verða ekki fyrir vonbrigðum.