Fréttir: 1999

Birna Ósk efst eftir forkeppni í barnaflokki

30.11.1999
Fréttir
Margar góðar sýningar mátti sjá í forkeppni í barnaflokki á Gaddstaðaflötum í morgun. Birna Ósk Ólafsdóttir á Smyrli frá Stokkhólma var fremst meðal jafningja og stendur efst eftir keppnina í morgun með einkunina 8,58. Niðurstöður eru komnar eftir forkeppni í barnaflokki.

Kynbótasýningum 5 vetra hryssna lokið

30.11.1999
Fréttir
Kynbótasýningar í flokki 5 vetra hryssna hófust í gærkvöldi, en þeim lauk í dag. Alls voru 44 hryssur sýndar og var Píla frá Syðra-Garðshorni efst eftir daginn. Yfirlitssýningar í þessum flokki fara fram á fimmtudaginn.

Hörð og spennandi forkeppni í B-flokki

30.11.1999
Fréttir
Mjög spennandi og hörð keppni fór fram í forkeppni í B-flokki gæðinga við heldur erfið skilyrði. Bálhvasst var í braut, en sýningar margar hverjar mjög góðar þrátt fyrir það.Svo fór að gæðingurinn Röðull frá Kálfholti var efstur með einkunnina 8,79.

Rásröð í milliriðla B-flokkur gæðinga

30.11.1999
Fréttir
Rásröð liggur fyrir í B-flokki gæðinga, sem fara fram á föstudagsmorgun.

Rásröð í milliriðla í barnaflokki

30.11.1999
Fréttir
Rásröð í milliriðla í barnaflokki liggja fyrir, en þeir hefjast klukkan 10 á fimmtudagsmorgun.

Milliriðlar í ungmennaflokki

30.11.1999
Fréttir
Rásröð í milliriðla í ungmennaflokki liggja fyrir, en þeir fara fram á morgun, miðvikudag, klukkan 17:00.

Milliriðar í unglingaflokki

30.11.1999
Fréttir
Rásröð í milliriðla í unglingaflokki liggja fyrir, en þeir fara fram á morgun, miðvikudag, klukkan 14:00.

Kynbótasýningum 4 v hryssna frestað til morguns

30.11.1999
Fréttir
Kynbótasýningu 4 v hryssna var frestað vegna hvassviðris undir kvöld. Enn átti eftir að sýna 8 hryssur. Kynbótadómar halda áfram klukkan sjö í fyrramálið.

Sigurbjörn með tvo efstu hestana eftir forkeppni í A-flokki

30.11.1999
Fréttir
Kolskeggur frá Oddhóli er í efsta sæti með einkunnina 8,79 og Stakkur frá Halldórsstöðum í öðru sæti með 8,72 eftir forkeppni í A-flokki gæðinga. Sigurbjörn Bárðarson er knapi á báðum hestum og sýndi snilldartakta.