Fréttir: 1999

Milliriðar í unglingaflokki

30.11.1999
Fréttir
Rásröð í milliriðla í unglingaflokki liggja fyrir, en þeir fara fram á morgun, miðvikudag, klukkan 14:00.

Heilbrigðisskoðun keppnishesta á Landsmóti 2008

30.11.1999
Fréttir
“Einungis má nota í keppni dýr sem eru heilbrigð og vel þjálfuð...”.Lög um dýravernd nr 15/1994 6.gr. Til að uppfylla skilyrði um dýravernd á LM 2008 hafa eftirfarandi reglur verið samþykktar af Landssambandi hestamannafélaga (LH), Landsmóti (LM) og Dýraheilbrigðissviði Matvælastofnunar

Rásröð í milliriðla í barnaflokki

30.11.1999
Fréttir
Rásröð í milliriðla í barnaflokki liggja fyrir, en þeir hefjast klukkan 10 á fimmtudagsmorgun.

Rásröð í milliriðla B-flokkur gæðinga

30.11.1999
Fréttir
Rásröð liggur fyrir í B-flokki gæðinga, sem fara fram á föstudagsmorgun.

Hörð og spennandi forkeppni í B-flokki

30.11.1999
Fréttir
Mjög spennandi og hörð keppni fór fram í forkeppni í B-flokki gæðinga við heldur erfið skilyrði. Bálhvasst var í braut, en sýningar margar hverjar mjög góðar þrátt fyrir það.Svo fór að gæðingurinn Röðull frá Kálfholti var efstur með einkunnina 8,79.

Kynbótasýningum 5 vetra hryssna lokið

30.11.1999
Fréttir
Kynbótasýningar í flokki 5 vetra hryssna hófust í gærkvöldi, en þeim lauk í dag. Alls voru 44 hryssur sýndar og var Píla frá Syðra-Garðshorni efst eftir daginn. Yfirlitssýningar í þessum flokki fara fram á fimmtudaginn.

Birna Ósk efst eftir forkeppni í barnaflokki

30.11.1999
Fréttir
Margar góðar sýningar mátti sjá í forkeppni í barnaflokki á Gaddstaðaflötum í morgun. Birna Ósk Ólafsdóttir á Smyrli frá Stokkhólma var fremst meðal jafningja og stendur efst eftir keppnina í morgun með einkunina 8,58. Niðurstöður eru komnar eftir forkeppni í barnaflokki.

Forkeppni í B-flokki í dag

30.11.1999
Fréttir
Fjöldi sterkra hesta mætir til keppni í B-flokki gæðinga, en forkeppnin fer fram í dag. Athygli vekur að Leiknir frá Vakurstöðum hefur verið dreginn úr keppni. Valdimar Bergstað, knapi hans, ávann sér réttinn til að keppa bæði í B-flokki og ungmennaflokki fyrir Fák og hefur hann ákveðið að einbeita sér að ungmennaflokknum eingöngu með Leikni.

Mjög sterkur flokkur 6 vetra hryssna

30.11.1999
Fréttir
Elding frá Haukholtum stendur efst í flokki 6 vetra hryssna, alhliða geng undan Hrynjanda frá Hrepphólum. Fjóla frá Kirkjubæ fékk geysiháar hæfileikaeinkunnir, en hún er klárhryssa með 9,5 bæði fyrir tölt og brokk.