Fréttir: 2013

Sumarlokun skrifstofu

15.08.2013
Fréttir
Skrifstofa LH verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá föstudeginum 16.ágúst til og með þriðjudagsins 20.ágúst.

Nýdómaranámskeið í hestaíþróttum 2013

15.08.2013
Fréttir
Minnum á að skráningafrestur á nýdómaranámskeið HÍDÍ rennur út á morgun fimmtudag 15 ágúst. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins hidi.is.

Íþróttamót Dreyra 22.-25. ágúst 2013

15.08.2013
Fréttir
Íþróttamót hestamannafélagsins Dreyra verður haldið í Æðarodda, við Akranes dagana 22.-25. ágúst n.k. Hvenær mótið hefst og nánar um dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir. Upplýsingar verða kynntar á vefmiðlum hestamanna.

Melgerðismelar 2013 - skráningu lýkur á miðvikudag

13.08.2013
Fréttir
Nú eru keppendur farnir að skrá sig á stórmótið á Melgerðismelum 17. og 18. ágúst, en skráningu lýkur miðvikudaginn 14. ágúst. Keppt verður í A- og B-flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki og fyrirkomulagið verður þannig að sérstök forkeppni fer fram með þrem keppendum inni á vellinum í einu.

HM2013: Glæsilegu móti lauk á sunnudaginn í Berlín

13.08.2013
Fréttir
HM2013 í Berlín lauk á sunnudaginn og eru flestir sammála um að einn af hápunktunum var glæsileg sýning hjá Jóhanni R Skúlasyni á Hnokka frá Fellskoti en þeir unnu A-úrslitin í Tölti með einkunina 9,61. Hér fyrir neðan má sjá árangur Íslands í úrslitum á mótinu en samtals fékk Ísland fimm gull, tvö silfur og fjögur bronsverðlaun, íslenska liðið vann síðan einnig Liðabikarinn.

Gæðingaveisla Sörla - Mánudag og þriðjudag - breytt dagsetning

13.08.2013
Fréttir
Glæsilegt gæðingamót verður haldið á Sörlavöllum 19.-20. ágúst. Mótið verður allt hið glæsilegasta. Einn og einn verður inn á í einu og mun sína sitt prógram. Hitað verður upp í grillinu á kvöldin og allt gert til þess að öllum líði sem best í Hafnarfirðinum.

Skrifstofan lokuð

12.08.2013
Fréttir
Skrifstofa LH er lokuð í dag, mánudaginn 12. ágúst, vegna veikinda.

Stórmót Þjálfa Einarsstöðum

10.08.2013
Einarsstaðir 10.-11. ágúst

HM2013: Jóhann og Hnokki efstir í Töltinu

09.08.2013
Fréttir
Nú fyrir stuttu lauk forkeppni í tölti og efstur á blaði trónir heimsmeistarinn Jóhann R Skúlason á Hnokka frá Fellskoti með einkunina 9,20. Glæsilegur árangur og þar með eiga Íslendingar tvo keppendur í A-úrslitum, en Hinrik Bragason endaði í fimmta sæti.