Uppfærðar sóttvarnarreglur LH

28.08.2020

Auglýsing heilbrigðisráðherra frá 25. ágúst tók gildi á miðnætti og gildir til 23.59 þann 10. september, sjá hér. Það sem snýr að íþróttastarfinu er óbreytt, þ.e.a.s. iðkun íþrótta er heimil svo framarlega sem viðkomandi sérsamband hafi sett sér reglur um fyrirkomulag æfinga og keppni og áhorfendur eru ekki leyfðir.

Uppfærðar reglur fyrir LH hafa verið samþykktar af ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöldum og  tóku gildi um leið og nýja auglýsingin.

Það sem er nýtt í uppfærðum reglum er:

  • Engin takmörk eru á fjölda knapa í úrslitum.
  • Leiðbeiningar eru um hólfaskiptingu á mótssvæði.
  • Kafli um æfingar í reiðhöllum er ítarlegri en var.
  • Ábyrgðarmaður sóttvarna LH er Lárus Ástmar Hannesson formaður.
  • Sóttvarnafulltrúi LH er Berglind Karlsdóttir framkvæmdastjóri.

Þessar reglur eru í sífelldri endurskoðun og verða það áfram. LH sendi undanþágubeiðni til sóttvarnaryfirvalda um að leyfa áhorfendur í bílum á hestamannamótum og svar barst 26. ágúst þar sem beiðninni var hafnað. Áhorfendabann er á öllum íþróttaviðburðum á Íslandi samkvæmt ákvörðun sóttvarnarlæknis og gildir sú ákvörðun á meðan núverandi auglýsing ráðherra gildir.