Fréttir: Desember 2023

Dregið hefur verið í stóðhestaveltu landsliðsins

19.05.2023
Fréttir
Dregið hefur verið í stóðhestaveltu landsliðsins. Landssamband hestamannafélaga ómetanlegan stuðning stóðhestaeigenda sem gáfu tolla undir gæðingana sína. Einnig færum við öllum þeim sem keyptu miða bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Dregið hefur verið úr happdrætti Allra Sterkustu

19.05.2023
Fréttir
Dregið hefur verið úr happdrætti Allra Sterkustu. Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá kl 9-15 virka daga gegn framvísun happdrættismiðans. Þeir sem keyptu miða í vefverslun hafa fengið miðana senda í tölvupósti.

Dregið úr stóðhestaveltunni og happdrættinu á föstudaginn

17.05.2023
Fréttir
Þá er komið að því dregið verður úr Stóðhestaveltunni og Happdrættinu á föstudaginn, 19. maí. Enn eru fáeinir miðar eftir í Stóðhestaveltuna. LH þakkar stóðhestaeigendum og styrktaraðilum kærlega fyrir að standa við bakið á landsliðinu okkar í hestaíþróttum. Þá þökkum við öllum þeim sem keyptu happdrættismiða og miða í stóðhestaveltuna fyrir að styrkja landsliðið okkar og vonum að vinningarnir gleðji.

Tilkynning frá U-21 landsliðsþjálfara

16.05.2023
Fréttir
Knapar á aldrinum 16-21 árs og eru að keppa um sæti í U-21 landsliðshópnum og jafnvel þátttöku á HM í sumar eru hvattir til þess að láta vita að sér hjá landsliðsþjálfara U-21 landsliðshópsins eða afreksstjóra LH.

Mótshaldarar haldi keppni í flugskeiði utan húss

10.05.2023
Fréttir
Öryggisnefnd LH beinir þeim tilmælum til hestamannafélaga og/eða mótshaldara að keppni í flugskeiði sé haldin utan húss. Öryggisnefnd bendir á að alvarleg slys hafa orðið við æfingar á flugskeiði innan húss. Ef keppni er haldin innan húss, þrátt fyrir ofangreind tilmæli, verður að tryggja að aðstæður séu í samræmi við lög og reglur LH, niðurhægingarkafli sé nægilega langur og flóttaleið greið. Á það einnig við um æfingar á flugskeiði innan húss. Öryggisnefnd bendir á að hestamannafélag/mótshaldari hefur verið dæmt skaðabótaskylt vegna ófullnægjandi öryggis á æfingu í flugskeiði innan húss.

Nokkrir miðar eftir undir bestu hesta landsins

10.05.2023
Fréttir
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða í Stóðhestaveltunni, en þar gefst einstak tækifæri til að fá toll undir ein af bestu stóðhestum landsins og styrkja á sama tíma landsliðið í hestaíþróttum. Einnig er ennþá hægt að kaupa miða í happdrættið. Útdráttur verður kynntur síðar.

Starfshópur heimsótti félagshesthúsið í Sörla

10.05.2023
Fréttir
Starfshópur um bætt aðgengi barna að hestamennsku óskaði eftir að fá að kynna sér félagshesthúsið í Sörla, var stjórn og starfsmönnum LH boðið og fulltrúa Horses of Iceland að slást í hópinn. Fór kynningin fram þann 3. maí síðastliðinn. Félaghesthús er frábær leið til að koma á móts við börn og unglinga sem vilja vera í hestum en hafa ekki bakland til þess. Hjá Sörla eru á hverri önn 12-14 þátttakendur sem mæta tvisvar í viku í félagshesthúsið. Þar geta þau ýmist leigt pláss fyrir eigin hest eða fengið lánaðan hest til þess að geta tekið þátt í starfinu.

Úrslit Allra sterkustu

08.05.2023
Fréttir
Allra sterkustu fór fram í TM höllinni í Víðidal á laugardaginn. Mótið heppnaðist einkar vel en megin tilgangur þess er að safna styrkjum fyrir Landsliði í hestaíþróttum. Þar öttu kappi okkar sterkustu knapar ásamt því að sem U21 landsliðið var með glæsilega sýningu. Mikil stemning var í höllinni og frábært hversu margir lögðu leið sína á sýninguna.

Ráslisti fyrir Allra sterkustu

06.05.2023
Fréttir
Nú er sýningin alveg að bresta á! Þeir sem kaupa miða og mat í forsölu fá frátekin sæti á besta stað í stúkunni. Það er því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst! Húsið opnar kl 18:00 með mat og happy hour. Sýningin hefst svo klukkan 20:00