Fréttir: Desember 2024

Gerum betur, hjálpumst að!

06.05.2024
Nú er mótahaldið komið á fullt og heilmikið framundan á Landsmótsári. Mótahaldið fer fram eftir lögum og reglum LH og Feif og allir sem að mótahaldinu koma, mótshaldarar, keppendur, dómarar og starfsfólk móta vinna undir siðareglum LH.

Landsliðsdagur U21 og hæfileikamótunar

30.04.2024
Á laugardaginn fór fram virkilega spennandi og skemmtilegur dagur hjá U21-landsliðshópi og Hæfileikamótun LH. Veg og vanda að skipulagningu dagsins áttu landsliðsnefnd auk Sigvalda Lárusar Guðmundssonar yfirþjálfara hæfileikamótunar og Heklu Katharínu Kristinsdóttur landsliðsþjálfara U21. Þátttakendur hittust í Hestamiðstöðinni Dal þar sem vel var tekið á móti þeim. Segja má að dagurinn hafi verið lokapunkturinn í starfi vetrarins og mikilvægt innlegg fyrir komandi keppnistímabil. Þarna voru saman komnir um 50 afreksknapar framtíðarinnar og það er ljóst að með þessum glæsilega hópi er framtíðin björt í hestaíþróttum.

Hádegisfyrirlestur - þróun kappreiða

24.04.2024
Útbreiðslu og nýliðunarnefnd stendur býður upp á hádegisfyrirlestra á Teams um ýmislegt áhugavert og fræðandi í tenglsum við hestamennsku. Fyrirlestrarnir eru stuttir eða um 30 -45 mínútur. Gefinn er kostur á spurningum á þeim loknum. Aðgangur er ókeypis.

Enn tækifæri til að sækja um Youth Cup

22.04.2024
Hinn geysivinsæli viðburður FEIF Youth Cup 2024 fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu.

Dómur í máli Jóhanns R. Skúlasonar gegn LH

08.04.2024
Með dómi Áfrýjunardómsstóls ÍSÍ þann 5. apríl 2024 komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórn og landsliðsnefnd LH hafi verið óheimilt að vísa landsliðsmanninum Jóhanni Rúnari Skúlasyni úr landsliðshópi Íslands, þann 31. október 2021. Niðurstaða dómstólsins byggir á þeirri forsendu að brottvísunin hafi ekki verið heimil á grundvelli þeirrar lagagreinar íþróttalaga og laga ÍSÍ sem vísað var til í yfirlýsingu stjórnar og landsliðsnefndar sama dag.

,,Hörku vinna að vera atvinnumaður"

08.04.2024
Jóhanna Margrét eða Hanna Magga eins og hún er alltaf kölluð hefur verið í röð fremstu knapa um árabil. Hún átti stórglæsilegt ár í fyrra þegar þegar hún varð heimsmeistari í tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum á Bárði frá Melabergi og í öðru sæti í fjórgang. Auk þess að verða þrefaldur Íslandsmeistari og Reykjarvíkur meistari. Hanna Magga hefur vakið eftirtekt fyrir fallega reiðmennsku og hefur hlotið FT fjöðrina nokkrum sinnum sem undirstrikar léttleikann, samspilið og útgeislunina sem einkennir reiðmennsku hennar.

Lágmörk á Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2024

04.04.2024
Á ársþingi 2022 var ný reglugerð um Íslandsmót samþykkt og ein af þeim breytingum sem urðu á framkvæmd Íslandsmót er að í stað stöðulista voru tekin upp einkunnalágmörk í greinarnar sem þurfa að nást á keppnisárinu fram að Íslandsmóti. Keppnisnefnd LH hefur nú gefið út lágmörkin sem gilda fyrir Íslandsmót 2024 og eru þau reiknuð með tilliti til meðaltals síðustu keppnisára. Horft er til þess að keppendafjöldi sé svipaður og á undanförnum teimur Íslandsmótum.

FEIF YOUTH CUP 2024 - framlengdur umsóknarfrestur

04.04.2024
Búið er að framlengja umsóknarfrest fyrir FEIF Youth Cup 2024 til 8. apríl. Cupið fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu.

Landsliðið stækkar við nýjar reglur Feif

01.04.2024
Ein af þeim nýju keppnisreglum sem nú taka gildi eftir Feif þing í vetur og gilda fyrir öll stórmót á vegum Feif er að nú verður einnig boðið upp á áhugamannaflokk á Norðurlandamóti í sumar.