Fréttir: Desember 2008

Gustur styrkir nýja heimasíðu LH

27.11.2008
Fréttir
Hestamannafélagið Gustur hefur veitt Landssambandi hestamannafélaga fimmtán hundruð þúsund króna styrk til gerðar nýrrar heimasíðu samtakanna. Upphaflega var styrkurinn hugsaður fyrir kynningar- og upplýsingabækling um hestamennsku.

Aðalfundur FT 2008

27.11.2008
Fréttir
Aðalfundur Félags tamningamanna verður haldinn laugardaginn 13. desember nk. í bókasafni BÍ í Bændahöllinni (Hótel Sögu) á 3. hæð.

Fimmtán folar á fjórða

27.11.2008
Fréttir
Fimmtán graðfolar á fjórða vetur eru komnir á hús hjá Olil og Bergi í Syðri-Gegnishólum. Allt eru þetta folar undan þekktum stóðhestum og hryssum. Flestir eru frá Ketilsstöðum á Völlum.

Margur er ríkari en hann er

26.11.2008
Fréttir
„Margur er ríkari en hann er“ sagði maður nokkur þegar hann fann hundrað krónu seðil í vasanum. Hann hefur sennilega verið skyldur Bibbu á Brávallagötunni. En sjálfur vissi hann hvað hann meinti.

Blómlegt félagsstarf í Dreyra

25.11.2008
Fréttir
Félagsstarf í hestamanna - félaginu Dreyra á Akranes er blómlegt. Hið árlega Glitnismót Dreyra hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess hjá hestaíþróttafólki. Félagsheimlið á Æðarodda er til fyrirmyndar. Þátttaka í félagsstarfinu er góð.

Glotti er ekki seldur

25.11.2008
Fréttir
Stóðhesturinn Glotti frá Sveinatungu hefur ekki verið seldur. Hann er ennþá í eigu Sigurðar Ragnarssonar í Keflavík. Þrálátur orðrómur hefur gengið um að Glotti sé förum til Danmerkur.

Góður kippur í hrossaútflutningi

25.11.2008
Fréttir
Góður kippur er í hrossaútflutningi. Líkur eru á að aukningin verði í ár upp á þrjú hundruð hross. Þegar hafa verið flutt út eitt hundrað fleiri hross nú en á sama tíma í fyrra. Nokkrar vélar fara með hross utan í desember. Sennilega hátt í tvö hundruð hross.

Gamlar tengingar vakna til lífsins

25.11.2008
Fréttir
Ýmislegt bendir til að félagsstarf í hestamannafélögum eigi eftir að eflast í vetur. Stjórnir Fáks og Andvara, svo einhver félög séu nefnd, beina þeim tilmælum til fólks sem heldur hesta á svæðum félaganna að láta skrá sig í félögin og taka þátt í félagsstarfinu.

Fjármálaráð -stefna ÍSÍ

24.11.2008
Fréttir
Íþrótta- og Ólympíuamband Íslands stendur fyrir fjármálaráðstefnu föstudaginn 28. nóvember og hefst hún klukkan 13.00 í Laugardalshöll. Þar verður meðal annars rætt um áhrif kreppunnar á íþróttahreyfinguna.