Fréttir: 2014

Samskip styrkja Landssamband hestamannafélaga

05.06.2014
Fréttir
Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Landssambands hestamannafélaga – LH og Samskipa um stuðning við Landsmót hestamanna sem haldið verður á Hellu 30. júní – 6. júlí í sumar, ásamt stuðningi við Landslið Íslands í hestaíþróttum.

Stöðulisti í tölti T1

05.06.2014
Fréttir
Eins og staðan er í dag, fimmtudag 5. júní er 30. knapi á stöðulista í T1 með einkunnina 7,13. Enn er tími fyrir töltara til að spreyta sig á því að komast inná listann, því endanlegur stöðulisti verður birtur þann 22. júní.

RÚV í samstarf við Landsmót hestamanna

04.06.2014
RÚV og Landsmót hestamanna gerðu í dag samkomulag um samstarf varðandi Landsmót hestamanna sem fram fer á Hellu 30.júní til 6.júlí n.k. RÚV mun vera með innslög og fréttaflutning frá mótinu auk þess að sýnt verður beint frá völdum dagskrárliðum.

Hópstjóra vantar á FEIF Youth Cup

03.06.2014
Æskulýðsnefnd LH heldur alþjóðlegt æskulýðsmót á vegum FEIF á Hólum í sumar, 11. – 20.júlí, þar koma saman 78 keppendur frá aðildalöndum FEIF í þjálfun og keppni. Það vantar tvo hópstjóra (teamleader) til að halda utanum sitthvorn hópinn en krökkunum er skipt í þrettán lið og er hópsstjóri með hverjum hóp.

TÖLT - óður til íslenska hestsins

30.05.2014
Sýning í Norræna húsinu: Lifandi hestar verða úti á túni, óður til íslenska hestsins er á sýningunni TÖLT sem opnar kl. 15:00 í Norræna húsinu kl. 15:00 31.maí

Skemmtileg firmakeppni Léttis

30.05.2014
Mjög skemmtileg firmakeppni var haldin á Hlíðarholtsvelli á Akureyri í gær. Veðrið lék við keppendur og langþráð útimót loksins haldið. Stemmingin var góð og margir góðir hestar mættu til leiks sem gaman var að fylgjast með.

Auglýsingar á Landsmóti

30.05.2014
Fréttir
Skiladagur auglýsinga er 6. júní nk. - Vilt þú auglýsa í mótsskrá Landsmóts hestamanna? Hafðu þá samband við okkur á netfangið landsmot@landsmot.is og við sendum þér verðlista um hæl. Skiladagur auglýsinga í mótsskrána er föstudagurinn 6. júní nk.

NM2014 í Herning – umsóknarfrestur til 1. júní

28.05.2014
Fréttir
Liðsstjóri íslenska landsliðsins sem heldur á NM í Herning í sumar, hann Páll Bragi Hólmarsson, er í óðaönn að taka við umsóknum áhugasamra um þátttöku. Umsóknarfrestur þeirra er hug hafa á að taka þátt er 1. júní.

Bann við notkun tungubogaméla með vogarafli

27.05.2014
Fréttir
Á 15. fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga 26. maí 2014 var ákveðið að fara að áskorun yfirdýralæknis um að banna notkun á mélum með tunguboga og vogarafli í keppni.