Fréttir: 2014

Allt klárt fyrir stórglæsilegt Kvennatölt - uppfærðir ráslistar

11.04.2014
Fréttir
Það verður mikið um dýrðir í Sprettshöllinni á morgun, laugardag, þegar á annað hundrað konur mæta til leiks með gæðinga sína á hið vinsæla Kvennatölt. Reikna má með að þær mæti í sínu fínasta pússi enda til mikils að vinna, en glæsilegustu pörin fá frábæra ferðavinninga.

Fundi um velferðarmál frestað

10.04.2014
Fréttir
Fundi um velferðarmál sem halda átti í Fáki í kvöld, hefur verið frestað. Annar fundartími verður auglýstur síðar.

Fræðslukvöld HÍDÍ

08.04.2014
Fréttir
Fræðslukvöld HÍDÍ fyrir hestaíþróttadómara fer fram í Harðarbóli í Mosfellsbæ í kvöld og hefst kl 19:00.

Fundir um velferð keppnis- og sýningarhrossa

08.04.2014
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga, Félag hrossabænda og Félag tamningamanna boða til funda um velferð keppnis- og kynbótahrossa.

Hart barist á toppnum

06.04.2014
Fréttir
Ístölt - þeirra allra sterkustu fór fram í troðfullri Skautahöll í kvöld. Mikið var um flottar sýningar og fólkið á pöllunum tók þátt í að gera kvöldið frábært.

Skrúðreið um miðbæinn

05.04.2014
Fréttir
Nú er glæsilegri skrúðreið um miðbæ Reykjavíkur lokið. Skrúðreiðin fór vel fram og vakti að venju mikla athygli.

Ístölt – miðarnir seljast hratt

03.04.2014
Fréttir
Tveir síðustu stóðhestarnir sem kynntir verða á Ístölti þeirra allra sterkustu koma hér. Þetta eru stórættaðir hestar og hafa vakið mikla athygli báðir tveir.

Stóðhestar í röðum

02.04.2014
Fréttir
Það er gaman að sjá stóðhesta í öðruvísi aðstæðum, eins og til dæmis á ís. Áhorfendur Ístöltsins á laugardagskvöldið kemur fá að sjá átta glæsilega stóðhesta dansa á svellinu í Skautahöllinni í Laugardal. Á mánudaginn var, voru þrír kynntir til leiks, þeir Ölnir frá Akranesi, Pistill frá Litlu-Brekku og Daggar frá Einhamri.

Miðasala hafin á Ístöltið

01.04.2014
Fréttir
Miðsalan hófst með látum í dag og ljóst er að mikil spenna er fyrir laugardagskvöldinu í Skautahöllinni í Laugardalnum. Miðar fást í Líflandi Lynghálsi, Top Reiter Ögurhvarfi og í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi. Miðinn kostar kr. 3.500 og jafnframt er hægt að taka snúning með lukkudísunum því happdrættismiðar eru einnig til sölu á kr. 1.000 stk.