Fréttir

HM2013: Úrslit í gæðingaskeiði PP1

09.08.2013
Fréttir
Í gærkvöldi var keppt í gæðingaskeiði og var það Sigurður Marínusson á Atla frá Norður-Hvammi sem hreppti gullið með einkunina 8,54, en þeir félagar kepptu fyrir hönd Hollands.

HM2013: Forkeppni í Tölti

09.08.2013
Fréttir
Forkeppni í Tölti T1 hófst í morgun og er Hinrik Bragason á Smyrli frá Hrísum í þriðja sæti eins og stendur með einkunina 8,10.

HM2013: Úrslit í fjórgangi ungmenna

08.08.2013
Fréttir
Johanna Beuk og Merkur von Birkenlund sigruðu A-úrslit ungmenna í fjórgangi fyrir hönd Þýskalands. Íslensku keppendurnir urðu í fjórða og fimmta sæti.

HM2013: Úrslit í kynbótasýningum á merum

08.08.2013
Fréttir
Ísland fékk sitt fyrsta gull þegar Guðmundur Björgvinsson og Fura frá Hellu unnu 6 vetra flokk hryssna.

HM2013: Forkeppni í T2 lokið

08.08.2013
Fréttir
Forkeppni í slaktaumatölti lauk fyrir stuttu og verma Íslendingar þrjú af fimm efstu sætunum. Jakob Svavar Sigurðsson er í fyrsta sæti með einkunina 8,63, Viðar Ingólfsson náði þriðja sætinu með 7,93 og Eyjólfur Þorsteinsson er fjórði með 7,50.

HM2013: Ráslistar fyrir T2 og PP1

08.08.2013
Fréttir
Á dagskrá í dag á HM í Berlín er forkeppni í T2, A-úrslit ungmenna í fjórgangi og keppni í gæðingaskeiði (PP1).

HM2013: Úrslit úr forkeppnum F1 og V1

08.08.2013
Fréttir
Hér má sjá öll úrslit úr forkeppnum í fimmgangi og fjórgangi.

Íþróttamót Dreyra 22.-25. ágúst 2013

08.08.2013
Fréttir
Íþróttamót hestamannafélagsins Dreyra verður haldið í Æðarodda, við Akranes dagana 22.-25. ágúst n.k. Hvenær mótið hefst og nánar um dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir.

HM2013: Forkeppni í fimmgangi hafin

07.08.2013
Fréttir
Forkeppni í F1 hófst rétt fyrir hádegi í dag, Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi var fyrsti Íslendingurinn í braut og tók forystuna með einkunina 7,30. Hér fyrir neðan má sjá ráslista dagsins.