Fréttir

Opið íþróttamót Gusts WR

30.04.2010
Fréttir
Íþróttamót Gusts, sem er opið World Ranking mót, mun fara fram í Glaðheimum í Kópavogi dagana 15. -16. maí nk. Skráning fer fram dagana 6. - 10. maí á vefnum www.gustarar.is undir liðnum skráning.

Einkunnalágmörk á Íslandsmót fullorðinna 2010

29.04.2010
Fréttir
Samkvæmt lögum og reglum LH ber Keppnisnefnd að gefa út lágmörk fyrir Íslandsmót á hverju ári, 3 mánuðum fyrir Íslandsmót. Tekin var ákvörðun um að setja þau einum heilum  neðar en meistaraflokkslágmörk eru nú og eru lágmörkin sem hér segir:

Þátttökufjöldi hrossa á LM

28.04.2010
Fréttir
16.apríl síðastliðinn var lesið úr félagatali hestamannafélaganna fjölda félagsmanna í hverju félagi fyrir sig. Út frá þeim tölum er reiknaður fjöldi hrossa sem hverju félagi er heimilt að senda á Landsmót 2010. Fyrir hverja 125 félaga fer einn hestur.

Breytt dagsetning Íslandsmóts yngri flokka

28.04.2010
Fréttir
Vekjum athygli á breyttri dagsetning á Íslandsmóti yngri flokka. Íslandsmótið verður haldið dagana 12.-15.ágúst 2010 á Hvammstanga hjá hestamannafélaginu Þyt.

Landsmót: Forsala framlengd til 15. maí

27.04.2010
Fréttir
Truflanir hafa verið  í uppfærslu á gagnagrunni netmiðasölukerfis Landsmóts uppá síðkastið og biðst Landsmót velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur haft í för með sér.

Ráðstefna um starf íþróttaþjálfara

27.04.2010
Fréttir
Föstudaginn 30.apríl næstkomandi standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttafræðasetur HÍ fyrir ráðstefnu með yfirskriftinni "Starf íþróttaþjálfara". Ráðstefnan verður haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst kl.13:00. Erlendir og íslenskir aðilar munu fjalla um íþróttaþjálfara í víðu samhengi og velta upp fjölmörgum atriðum sem máli skipta í tengslum við starf íþróttaþjálfarans.

Opið Íþróttamót Mána

27.04.2010
Fréttir
Opið íþróttamót Mána og TM sem frestað var verður haldið dagana 15.-16. maí. Mótið er World Ranking mót. Skráning á opið íþróttamót Mána og TM (*WR ) fer fram mánudaginn 10. maí. Skráningin fer fram í Mánahöllinni og í símum milli kl 20-22. 893-0304 (Þóra) 861-0012 (Hrönn) 848-6973 (Þórir) 695-0049 (Jóhann) 866-0054 (Bjarni) 861-2030 (Snorri) 891-9757 (Haraldur). Keppt verður í öllum flokkum og greinum ef næg þátttaka fæst.

Kynbótasýningar á Suðurlandi

27.04.2010
Fréttir
Sýningar á Suðurlandi verða að venju þrjár. Fyrsta sýningin verður í Víðidal í Reykjavík og hefst skráning á hana næstkomandi fimmtudag 29. apríl. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvenær teknar verða niður skráningar á sýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði og Gaddstaðaflötum við Hellu. Tvær dómnefndir verði að störfum á Sörlastöðum og Hellu. Stefnt er að sýningu í Hornafirði ef næg þátttaka fæst, lágmarks skráning er 15 hross.

Aðalfundur Skeiðfélagsins í kvöld

27.04.2010
Fréttir
Aðalfundur Skeiðfélgsins verður haldinn í kvöld klukkan 20:30 í Hlíðskjálf, félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.