Fréttir: Janúar 2010

Þórarinn Eymundsson með sýnikennslu í Sörla

19.01.2010
Fréttir
Sunnudaginn 24 janúar nk. mun Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Sörla, standa fyrir kennslusýningu í reiðhöllinni í Sörla kl. 16:00.

Reglur fyrir íþróttakeppni

19.01.2010
Fréttir
Að beiðni HÍDÍ hefur nú verið sett á heimasíðuna FIPO leiðarinn 2009, FIPO reglurnar 2009 og skemamynd vegna útreikninga á einkunn í fimmgangi. Upplýsingarnar er að finna undir KEPPNISMÁL - ÍÞRÓTTADÓMARAR - FIPO LEIÐARI 2009 ENSKA. Einnig hægt að smella hér.

Fundargerð aðalfundar HÍDÍ

19.01.2010
Fréttir
Aðalfundur HÍDÍ, hestaíþróttadómarafélags Íslands, var haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal mánudaginn 18.janúar 2010. 32 félagsmenn sóttu fundinn sem er mjög ánægjulegt. En það er nálægt 27 % allra félagsmanna.

Reiðleiðir um hálendi Íslands

15.01.2010
Fréttir
Nú er að finna á heimsíðunni upplýsingar og kort af reiðleiðum um hálendi Íslands. Kortin eru fimm talsins og skiptast í suður-, austur-, norður- og vesturhálendi auk yfirlitskorts.

Sýnikennsla FT frestast til 9.feb.

15.01.2010
Fréttir
Sýnikennslan "Ungir á uppleið" sem stóð til að færi fram 19.janúar nk. í reiðhöll Borgarnes hefur verið frestað til 9.feb. nk. vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Fáksfréttir

14.01.2010
Fréttir
Verum hagsýn í kreppunni! Sala á notuðum reiðfatnaði verður í félagsheimili Fáks sunnudaginn 17.janúar 2010. Losið úr skápum og hirslum reiðföt sem þið eruð hætt að nota og fáið fé fyrir eða komið og kaupið ykkur reiðföt á góðu verði!

Stóðhestadagur í Rangárhöllinni 2010

14.01.2010
Fréttir
Stóðhestadagur verður haldinn í Rangárhöllinni á Hellu öðru sinni laugardaginn 3. apríl nk. og rétt fyrir áhugasama hrossaræktendur að taka daginn strax frá! Dagurinn var haldinn í fyrsta skipti í fyrra og tókst gríðarlega vel, en þá kom fram fjöldi stóðhesta auk heiðurshestsins Kraflars frá Miðsitju sem þar sást í reið í síðasta sinn.

Nýárstölt Léttis og Líflands

13.01.2010
Fréttir
Nýárstölt Líflands og Léttis verður haldið í Top Reiterhöllinni föstudaginn 15. janúar klukkan 20:00. Skráning er á staðnum og hefst klukkan 19:00.

800 reiðslóðir í vefbanka

13.01.2010
Fréttir
Langstærsti reiðslóðabanki landsins hefur verið aukinn og endurbættur. Þar eru nú 800 reiðslóðir. Viðbæturnar eru einkum úr Dölum og Þingeyjarsýslum, Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Aðgangur að bankanum er ókeypis á www.jonas.is.