Fréttir: Janúar 2011

Reiðnámskeið með Þorsteini Björnssyni

24.01.2011
Fréttir
Almennt reiðnámskeið verður haldið með Þorsteini Björnssyni. Kennt verður 29-30 janúar (08:00-17:00), 18. febrúar (kl. 16-22) og 13. mars (9-16).

Nýr framkvæmdarstjóri LM/LH

21.01.2011
Fréttir
Haraldur Örn Gunnarsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóra LM ehf.og LH. 

Nýárstölt Háhólshesta og Léttis aflýst

21.01.2011
Fréttir
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður Nýárstölti Háhólshesta og Léttis aflýst.

Kynning á vetrarstarfi æskulýðsnefndar Sleipnis

21.01.2011
Fréttir
Æskulýðsnefnd Sleipnis heldur kynningar – skráningarfund í félagsheimilinu Hliðskjálf sunnudaginn 23.janúar kl. 16.00. Kynnt verður dagskrá komandi tímabils og þau námskeið sem í boði verða.

Icelandair samstarfsaðili "Hestahátíð í Reykjavík"

20.01.2011
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga skrifaði nú á dögunum undir samstarfssamning við Icelandair - Icelandair Group varðandi aðkomu þess að viðburðinum „Hestahátíð í Reykjavík“.

Frá fundi með forseta FEIF

19.01.2011
Fréttir
Jens Iversen forseti FEIF (alþjóðleg landssamtök um íslenska hestinn) kom í stutta heimsókn til Íslands í gær. Jens fundaði með helstu forráðamönnum innan hestamennskunnar, þar á meðal fulltrúum úr stjórnum LH og BÍ, hrossaræktaráðunauti og umsjónarmanni Worldfengs.

Fáksfréttir

19.01.2011
Fréttir
Í febrúar hefst keppnisnámskeið fyrir mikið vana knapa hjá Olil Amble reiðkennara og 26. febrúar hefst reiðnámskeið fyrir  minna  og meira vana knapa hjá Guðmundi Arnarsyni reiðkennara. 

Vesturlandssýning í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi

19.01.2011
Fréttir
Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, laugardaginn 26. mars 2011 kl. 20:00.

Fræðslukvöld um kynbótamat íslenskra hrossa

17.01.2011
Fréttir
Hrossaræktarsamtök Suðurlands standa fyrir fræðslukvöldi um kynbótamat íslenskra hrossa í samstarfi við endurmenntun LbhÍ.