Fréttir: Desember 2013

NÝ dagskrá Gullmóts og HM úrtöku

13.06.2013
Fréttir
Gullmótið hefur gefið út nýja dagskrá seinni umferðar úrtöku og Gullmóts. Hér má sjá dagskrána og ráslista mótsins.

Góðir tímar í skeiðinu

13.06.2013
Fréttir
Góðir tímar náðust í skeiðgreinum í Víðidalnum í gær. Konráð Valur Sveinsson var fljótastur í 100m skeiðinu á Þórdísi frá Lækjarbotnum á tímanum 7,46, Teitur Árnason átti besta tíma ársins í 250m skeiði á Jökli frá Efri-Rauðalæk, 21,93 og var hann einnig fljótastur í 150m skeiðinu á Tuma frá Borgarhóli á 14,35 sek.

Hinrik og Smyrill á toppnum í töltinu

13.06.2013
Fréttir
Hinrik Bragason og Smyrill frá Hrísum standa efstir eftir 1.umferð í tölti í HM úrtökunni í Víðidalnum. Annar er Viðar Ingólfsson á Vornótt frá Hólabrekku og þriðji Sigurbjörn Bárðarson á Jarli frá Mið-Fossum.

Kári og Tónn efstir

13.06.2013
Fréttir
Kári Steinsson er efstur í tölti ungmenna í HM-úrtökunni með Tón frá Melkoti. Annar er Flosi Ólafsson á Möller frá Blesastöðum 1A og þriðji Ragnar Tómasson á Sleipni frá Árnanesi.

HM úrtaka - gæðingaskeið

13.06.2013
Fréttir
Nokkrir keppendur voru í gæðingaskeiði á HM úrtöku og var það Haukur Baldvinsson á höfðingjanum Fal frá Þingeyrum sem sigraði örugglega með einkunnina 8,33.

Viðar átti góðar sýningar í fjórganginum

13.06.2013
Fréttir
Viðar Ingólfsson var skráður með tvo hesta í fjórgang í HM úrtökunni. Hann endaði efstur á Hrannar frá Skyggni með 7,0 og í 2.-3. sæti á Björk frá Enni með 6,97 ásamt þeim Karen Líndal á Tý frá Þverá II.

Arna Ýr efst í fjórganginum

12.06.2013
Fréttir
Arna Ýr Guðnadóttir skaust í efsta sætið í fjórgangi ungmenna á Þrótti frá Fróni. Hún reið sína sýningu seinni partinn.

2. umferð 5g lokið í úrtökunni

12.06.2013
Fréttir
Fimmgangi er nú lokið í annari umferð hans í HM úrtökunni. Jakob Svavar Sigurðsson á Al frá Lundum er efstur, annar er Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi og þriðji Sigurður Vignir Matthíasson á Mætti frá Leirubakka. Arnar Bjarki er efstur í ungmennaflokknum, eins og í gær, á Arnari frá Blesastöðum.

HM úrtaka - seinni umferð & GULLMÓT

12.06.2013
Haldið í Víðidalnum á félagssvæði Fáks 13. - 15. júní 2013