Fréttir: Desember 2013

Hestafjör - Selfossi 14. apríl 2013

11.04.2013
Fréttir
Hestafjör 2013 verður haldið í reiðhöll Sleipnis að Brávöllum, Selfossi sunnudaginn 14. apríl nk. og hefst hátíðin kl. 14:00. Fram koma sýningarhópar barna, unglinga og ungmenna frá hestamannafélögum á Suðurlandi. Skrautreið og ýmsar þrautir.

Orðsending frá gæðingadómurum

10.04.2013
Fréttir
Gæðingadómarafélag LH vill beina þeim tilmælum til hestamannafélaga/mótshaldara að þeir sæki um dómara til félagsins sem fyrst. Umsóknarform er að finna á vef LH.

Orðsending frá HÍDÍ til dómara og mótshaldara

10.04.2013
Fréttir
Stjórn og fræðslunefnd HÍDÍ vill minna mótshaldara á um að sækja um dómara að lágmarki 4 vikum fyrir mót svo hægt sé að auglýsa mótið til umsókna fyrir dómara inná heimasíðu félagsins og úthluta dómurum á mótin. Mikið af mótum eru á dagskrá í apríl, maí og júní (samkvæmt mótaskrá 2013) þar sem ekki hafa borist umsóknir um dómara á !!!

Nýdómaranámskeið HÍDÍ

10.04.2013
Fréttir
Fyrirhugað er að halda nýdómaranámskeið vikuna 19.-25. ágúst í Mosfellsbæ. Námskeiðagjald verður 80.000 (birt með fyrirvara). Skráning mun fara fram inn á www.hidi.is - og verður send út tilkynning á hestafréttamiðla um að opnað hafi verið fyrir skráningu en síðasti skráningardagur mun vera 1. ágúst.

Skráning á Kvennatölt framlengd til miðnættis í kvöld

10.04.2013
Fréttir
Vegna bilunar í skráningarkerfi í gær hefur skráning á Kvennatöltið verið framlengd til miðnættis í kvöld miðvikudag. Góð stemming er fyrir mótinu og skráningar þegar á annað hundrað, en enn er tækifæri fyrir konur til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði. Keppt er í fjórum flokkum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

NÝTT í Kortasjá LH

10.04.2013
Fréttir
Kortasjá LH: nú eru komnar inn í Kortasjána reiðleiðir á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Skráðar reiðleiðir í Kortasjánni eru 1.056 talsins, samtals 8.525,46 km.

Rúna Einarsdóttir „Dagur í lífi Freys“

09.04.2013
Fréttir
Í kvöld á Sörlastöðum! Rúna Einarsdóttir „Dagur í lífi Freys“. Í kvöld, 9. apríl, verður engin önnur en Rúna Einarsdóttir með fyrirlestur á Sörlastöðum. Rúna varð eins og flestir vita heimsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum árið 2009 á Frey vom Nordsternhof, og hafa þau unnið til fjölda verðlauna gegnum árin.

Skráning á Kvennatöltið í fullum gangi!

09.04.2013
Fréttir
Skráning er hafin á Kvennatöltið sem fer fram í reiðhöllinni í Víðidal nk. laugardag, 13. apríl. Skráning fer eingöngu fram í gegnum www.sportfengur.com gegn greiðslu með greiðslukorti. Á mótinu er boðið upp á keppni í fjórum styrkleikaflokkum svo allar konur ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.