Fréttir: Desember 2012

Stóðréttir á Melgerðismelum

11.10.2012
Fréttir
Laugardaginn 13. október verður réttað á Melgerðismelum. Stóðið verður rekið inn kl. 13:00.

Framboð til varastjórnar LH – framlenging framboðsfrests

10.10.2012
Fréttir
Frestur til að tilkynna framboð til stjórnar og varastjórnar LH rann út þann 5. október s.l. Ekki komu fram nægjanlega mörg framboð til setu í varastjórn sambandsins, og hefur kjörnefnd því ákveðið að framlengja frest til framboðs í varastjórn til föstudagsins 12. október.

Velferð hrossa á útigangi

08.10.2012
Fréttir
Á vef MAST segir að því miður sé alltof algengt að hross gangi fram eftir hausti á uppbitnu landi og skjóllausu. Ef vel á að vera þurfa stóðhross sumarfriðað land til haust- og vetrarbeitar og ormalyf við beitarskipti.

Tillögur birtar

05.10.2012
Fréttir
44 tillögur liggja fyrir 58. Landsþingi LH sem haldið verður á Reykjavík Natura dagana 19. og 20. október næstkomandi. Tillögurnar hafa nú verið birtar á vef LH sem og dagskrá þingsins.

Uppskeruhátíð hestamanna

04.10.2012
Fréttir
Hin árlega uppskeruhátíð hestamanna verður haldin þann 10. nóvember 2012 á Broadway. Miðasalan hefst mánudaginn 22. október og fer hún eingöngu fram í miðasölu Broadway.

Herrakvöld Fáks

04.10.2012
Fréttir
Nú er mál til komið að skella sér í gleðigallann og mæta á Herrakvöld Fáks næstkomandi laugardagskvöld 6.október. Glæsilegt villibráðahlaðborð og frábær skemmtun.

Stóðréttir í Svarfaðardal

02.10.2012
Fréttir
Réttað verður í Tungurétt í Svarfaðardal laugardaginn 6. október. Réttarstörf hefjast kl 13:00. Mikið af efnilegum, vel ættuðum trippum til sölu.

Skýrslur æskulýðsnefnda

20.09.2012
Fréttir
Skrifstofa LH minnir formenn æskulýðsnefnda hestamannafélaganna á að síðasti skiladagur ársskýrslna síðasta starfsárs er 23. september n.k.

Landsþing - Kjörbréf

20.09.2012
Fréttir
Síðasti dagur til að skila inn kjörbréfum vegna 58. Landsþings Landssambands hestamannafélaga er í dag 20. september.