Fréttir: Júlí 2009

Íslandsmót hefst í fyrramálið

15.07.2009
Fréttir
Íslandsmót í hestaíþróttum hefst í fyrramálið klukkan 8:30 með knapafundi. Fyrsta grein mótsins er fjórgangur og hefst keppni þar klukkan 10:00.

Breyting á dagskrá Íslandsmóts

14.07.2009
Fréttir
Vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að breyta dagsskrá mótsins á þá leið að gæðingaskeið verður fært frá laugardegi yfir á föstudag klukkan 19:00.

Startbásaæfing fyrir Íslandsmót

14.07.2009
Fréttir
Keppendur á Íslandsmóti fullorðinna athugið að hægt verður að prófa startbásana sem notaðir verða í kappreiðunum á miðvikudaginn n.k frá kl 17:00 - 20:00 á Hlíðarholtsvelli.

Lokahóf Íslandsmótsins

14.07.2009
Fréttir
Lokahóf Íslandsmótsins verður í Top Reiter höllinni á Akureyri laugardaginn 18. júlí.

Úrslit frá Landsmóti UMFÍ

13.07.2009
Fréttir
26. Landsmóti UMFÍ fór fram síðustu helgi í blíðskaparveðri á nýjum keppnisvelli Léttis á Akureyri. Leikar fóru svo að lið ÍBA vann liðakeppnina með 99 stigum. Sigurður Sigurðarson í liði HSK var sigursæll og vann gull í fjórgangi, tölti, fljúgandi skeiði og hestadómum ásamt konu sinni, Sigríði Þórðardóttur. Sjá meðfylgjandi úrslit.

Gígjar frá Auðsholtshjáleigu

13.07.2009
Fréttir
Stóðhesturinn Gígjar frá Auðsholtshjáleigu verður til afnota seinna gangmál að Auðsholtshjáleigu frá miðvikudeginum 21.júlí.

Úrslit frá Sumarsmelli Harðar

13.07.2009
Fréttir
Sumarsmellur Harðar fór fram föstudaginn 10.júlí og laugardaginn 11.júlí í Mosfellsbæ í blíðskaparveðri. Þátttaka var góð og sjá mátti margar góðar sýningar. Meðfylgjandi eru úrslitin frá mótinu.

Íslandsmót fullorðinna - dagskrá

10.07.2009
Fréttir
Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á Hlíðarholtsvelli Lögmannshlíð 16 - 18. júlí 2009, á svæði hestamannafélagsins Léttis. Margir bestu knapar og gæðingar landsins mæti til leiks á Íslandsmótinu, þannig að þetta verður veisla fyrir alla áhugamenn um hestamennsku. Dagskráin er eftirfarandi :

Íslandsmót fullorðinna - uppfærðir ráslistar

10.07.2009
Fréttir
Hér má finna uppfærða ráslista fyrir Íslandsmót fullorðinna sem haldið verður á Hlíðarholtsvelli á Akureyri dagana 16.-18.júlí.