Fréttir: 2014

Tillaga til FEIF vegna stanga með tunguboga

09.05.2014
Í morgun sendi stjórn LH frá sér bréf til FEIF með tillögu um að banna alla tunguboga með vogarafli í keppni og kynbótasýningum.

Skrifstofa LH lokuð e.h. í dag

09.05.2014
Fréttir
Skrifstofa LH verður lokuð eftir kl. 13 í dag föstudaginn 9. maí. Vinsamlegast sendið tölvupóst á lh@lhhestar.is með erindi ykkar.

Fyrsti stöðulistinn í tölti T1

06.05.2014
Fréttir
Íþróttamót vorsins eru hafin og á landsmótsári er jafnan eftirsótt að komast inná topp 30 stöðulistann í tölti. Til að komast á listann þarf knapi að hafa náð árangri í tölti T1 í fullorðinsflokki á löglegu móti. Hér má sjá fyrsta stöðulista ársins.

Liðsstjórinn Páll Bragi

06.05.2014
Páll Bragi Hólmarsson hefur verið ráðinn liðsstjóri íslenska landsliðsins fyrir Norðurlandamótið í hestaíþróttum sem fram fer í Herning dagana 30. júlí – 3. ágúst 2014.

Tilkynning frá Landssambandi hestamannafélaga

02.05.2014
Fréttir
Vegna umræðu sem verið hefur í kjölfar lyfjaprófs sem tekið var í Meistaradeild í hestaíþróttum og reyndist jákvætt vill Landssamband hestamannafélaga taka fram að lyfjaráð hefur ákært á grundvelli þeirra niðurstöðu og málið því komið til dómstóls ÍSÍ til meðferðar.

Æskan og hesturinn á Akureyri

30.04.2014
Fréttir
Ungir knapar á Norðurlandi sýna listir sínar á hestum. Stórsýningin Æskan og hesturinn verður haldin í Léttis höllinni á Akureyri laugardaginn 3 maí og hefst sýningin kl. 14.00. Þar munu ungir knapar á Norðurlandi leika listir sínar.

Íslandsmót 2014 - lágmörk

30.04.2014
Fréttir
Íslandsmótin í hestaíþróttum verða haldin dagana 23. - 26. júlí 2014 á félagssvæði Fáks í Víðidalnum í Reykjavík. Að þessu sinni verða bæði mótin haldin samtímis á sama svæðinu en keppt á tveimur völlum.

Fulltrúar félaga LH á LM2014

30.04.2014
Fréttir
Á hverju Landsmótsári gefur LH út fjölda félaga í hverju aðildarfélagi LH og eftir þeim upplýsingum er gerð tafla sem sýnir þann fjölda sem hvert félag má senda í hvern flokk á landsmóti miðað við reikniregluna: 1 fulltrúi fyrir hverja 125 félaga.

Tölt og skeið á LM - þátttökuréttur

30.04.2014
Fréttir
Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.