Fréttir: 2022

Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni Feif og IPZV 2022

09.03.2022
Fréttir
FEIF og IPZV halda á hverju ári 4 ljósmyndasamkeppnir tileinkaðar hverri árstíð. Fyrsta þemað í ár er "Eldur og Ís".

Undirbúningur fyrir keppni í gæðingafimi

01.03.2022
Fréttir
Á næstu vikum verða haldin nokkur mót í gæðingafimi LH og er vert að minna á að ítarlegar upplýsingar um gæðingafimi eru aðgengilegar á vef LH undir flipanum lög og reglur. Þar má finna reglur fyrir öll þrjú stigin, skilgreiningar á æfingum og leiðara, gátlista fyrir keppendur og mótshaldara ásamt lista yfir frjálsar æfingar sem hafa verið leyfðar.

Öllum takmörkunum vegna Covid aflétt

25.02.2022
Fréttir
Á miðnætti þann 25. febrúar var öllum takmörkunum vegna COVID-19 faraldursins aflétt, bæði innanlands og við landamærin.

Áhorfendur heimilaðir á íþróttaviðburðum

01.02.2022
Fréttir
Með breyttum sóttvarnarreglum í íþróttastarfi er á ný leyfilegt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Fjöldi við æfingar og keppni er 50 manns. Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum með allt að 500 manns í hverju hólfi að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

Slysaskráningahnappur á vef LH

26.01.2022
Fréttir
Öryggis- og ferðanefnd LH hefur búið til eyðublað, sem staðsett er á vef LH, þar sem hægt er að skrá slys sem verða í hestamennsku.

Þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs vorönn 2022

24.01.2022
Fréttir
Vorfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 14. feb. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Skráning fer fram á sportabler:...

Ísólfur Líndal ráðinn aðstoðarþjálfari a-landsliðs

24.01.2022
Fréttir
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðshóps LH. Ísólfur útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólaskóla 2005, hlaut reiðkennsluverðlaun Hólaskóla það ár og er starfandi reiðkennari við Háskólann á Hólum. Ísólfur hefur verið í toppbaráttunni á Landsmótum, Íslandsmótum og Meistaradeildum sunnan og norðan heiða í mörg ár.

A-landsliðshópur LH 2022

24.01.2022
Fréttir
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari hefur valið A-landsliðshóp LH fyrir árið 2022. Hópurinn samanstendur af 18 knöpum í þetta sinn og nokkrum sætum er haldið lausum fyrir þá knapa sem sýna framúrskarandi árangur á keppnisárinu. Landsliðsþjálfari mun fylgjast vel með árangri knapa í meistaraflokki á komandi keppnisári og bæta við knöpum í hópinn þegar ástæða þykir til.

Auglýst er eftir umsóknum um dómgæslu á Norðurlandamóti

21.01.2022
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga auglýsir eftir umsóknum dómara um dómgæslu á Norðurlandamóti. Norðurlandamótið 2020 fer fram í Álandseyjum dagana 9. til 14. ágúst.