Fréttir: 2014

HÍDÍ helgi 24. - 25. janúar

22.01.2014
Fréttir
Hestaíþróttadómarafélagið heldur aðalfund sinn föstudagskvöldið 24. janúar kl. 20:00 í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Daginn eftir, laugardaginn 25. janúar verður síðan endurmenntun dómara kl. 10:00 í sal reiðhallarinnar í Víðidal.

Nýárstölt Léttis - úrslit

20.01.2014
Fréttir
Nú er nýloknu frábæru nýárstölti hjá Léttismönnum. Mótið gekk hratt og vel og alveg er það á hreinu að ef þetta er það sem koma skal verður mikil gleði hjá Léttisfólki í vetur. Hrossin voru góð og knaparnir kátir, áhorfendur skemmtu sér einnig konunglega. Mótið var til styrktar Takti styrktarfélagi, þess má geta að 111,000 krónur söfnuðust og verða afhent sjóðnum á næstu dögum.

KEA mótaröðin

18.01.2014
Fréttir
Í ár verður KEA mótaröðin eins og undanfarin ár en með breyttu formi 6 lið keppa og hafa liðsstjórar verið valdir

Nýárstölt Léttis - ráslistar

17.01.2014
Fréttir
Nú er allt að verða tilbúið fyrir Nýárstöltið. Mótið hefst kl. 16:00 laugardaginn 18. janúar. Byrjað verður á 2. flokki. Veitingar verða seldar á vægu gjaldi ásamt Dagatali til styrktar Takti. Stjórn Léttis minnir einnig á pub quiz í Skeifunni kl. 20:00 Hér fyrir neðan má sjá ráslistann.

LH og VÍS undirrita nýjan samning

17.01.2014
Fréttir
VÍS hefur um árabil verið meðal dyggustu samstarfsaðila LH og staðið dyggilega við bakið á öllum viðburðum sambandsins, m.a. þeim stærsta, Landsmóti hestamanna.

Ráðstefna um afreksþjálfun

17.01.2014
Fréttir
Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík dagana 20. – 22. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101. Margir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþjálfun en ráðstefnustjórar verða þær Hafrún Kristjánsdóttir og Ragnhildur Skúladóttir. Fyrirlestrarnir fara bæði fram á ensku og íslensku.

Dómararáðstefna

15.01.2014
Fréttir
LH í samvinnu við dómarafélögin, stendur fyrir dómararáðstefnu n.k. fimmtudag 16. janúar. Ráðstefnan verður haldin í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst hún kl. 17. Fjölbreytt erindi og sjónarhorn munu koma fram á ráðstefnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Nýárstölt Léttis

13.01.2014
Fréttir
Nýárstölt Léttis mun fara fram í Léttishöllinni laugardaginn 18. janúar kl. 16:00. Að þessu sinni ætlum við að styrkja gott málefni og var Taktur styrktarsjóður fyrir valinu. Taktur eru styrktarsamtök sem veita hestamönnum fjárhagsstuðning sem orðið hafa fyrir alvarlegum áföllum af völdum slysa eða veikinda.