Fréttir

Hestaþing og úrtaka Mána og Brimfaxa

24.05.2012
Fréttir
Sameiginlegt Hestaþing og úrtaka Mána og Brimfaxa fer fram helgina 2.-3.júní nk á Mánagrund. Á laugardeginum 2.júní verða kappreiðar kl.17 og verður skráning á staðnum, engin keppnisgjöld. Strax á eftir kappreiðum verður grillveisla í Mánahöllinni þar sem við ætlum að hafa gaman saman. Verð í grill er 1500 kr og 500 kr fyrir börn undir 13 ára.

Landsmót er kynningargluggi

23.05.2012
Fréttir
Landsmót hestamanna er stórviðburður og sennilega stærsti íþróttaviðburður landsins en gert er ráð fyrir að um 12-16.000 gestir leggi leið sína í Víðidalinn í Reykjavík dagana 25. maí-1. júlí í sumar til að fylgjast með þegar landsins fremstu gæðingar og kynbótagripir verða teknir til kostanna.

Dagskrá og ráslistar Gæðingamóts Fáks

23.05.2012
Fréttir
Gæðingamót Fáks og jafnframt landsmótsúrtaka félagsins hefst fimmtudaginn 24. maí kl. 16 á tölti T1.

Gæðingakeppni Sörla og úrtaka

23.05.2012
Fréttir
Gæðingakeppni Sörla og úrtaka fyrir LM2012 verður haldin dagana 31. maí til 2. júní.

Opna Norðurlandsmótið

22.05.2012
Fréttir
Opna Norðurlandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á Hlíðarholtsvelli á Akureyri dagana 25. – 27. maí.

Þátttaka á NM frábært veganesti

21.05.2012
Fréttir
Landsliðsnefnd LH hefur ákveðið að framlengja umsóknafresti um þátttöku á NM2012 til og með 29.maí. Norðurlandmótið í hestaíþróttum verður haldið dagana 2. -5. ágúst í Eskilstuna í Svíþjóð.

Úrslit frá íþróttamóti Sörla

21.05.2012
Fréttir
Íþróttamóti Sörla lauk í dag í fínu veðri. Mótanefnd Sörla þakkar öllum starfsmönnum fyrir vel unnin störf.

Íþróttamót Sörla 2012 - Dagskrá og ráslistar

18.05.2012
Fréttir
Hér birtist dagskrá Íþróttamóts Sörla 2012 ásamt ráslistum. Mótið hefst á morgun laugardaginn 19. maí og stendur til sunnudags. Dagskráin hefst kl. 09:00 með keppni í fimmgangi.

Fákur óskar eftir sjálfboðaliðum

18.05.2012
Fréttir
Fákur heldur gæðingamót og úrtöku dagana 24.-27.maí n.k. og auglýsir eftir góðu fólki til að hjálpa við hin ýmsu störf á mótinu.