Fréttir

Landsmóti 2010 frestað

31.05.2010
Fréttir
Samhljóða ákvörðun var tekin á fundi hagsmunaaðila í hestamennsku og hrossarækt ásamt yfirvöldum dýralæknamála, starfandi dýralæknum, fulltrúum leiðbeiningaþjónustu og fulltrúa sjávar- og landbúnaðarráðuneytisins vegna smitandi hósta sem herjað hefur á hrossastofninn í landinu undanfarið.

Reiðleið um Hellisheiði 2010

31.05.2010
Fréttir
Séu einhverjir hestamenn á höfuðborgarsvæðinu svo lánsamir að vera með fullfrísk hross og hyggja á sleppitúra á næstunni þ.e. um Hellisheiði þá eru nokkur atriði að varast. Framkvæmdum við Hellisheiðarvirkjun og Hellisheiðaræð hefur tafist frá því sem upphaflega var áætlað. Framkvæmdum við virkjunina lýkur 2011, en við Hellisheiðaræð í ág. – sept. 2010.

Mikil samstaða á formannafundi LH

28.05.2010
Fréttir
Formannafundur Landssambands hestamannafélaga var haldin í dag, 28.maí, í húsakynnum ÍSÍ. Fundurinn var vel sóttur en auk formanna og fulltrúa hestamannafélaganna sátu fundinn: stjórn LH, fyrrverandi formenn LH, formaður FHB og formaður FT. Fyrir hönd Landsmóts hestamanna ehf. mættu: stjórn Landsmóts ehf., framkvæmdastjóri, mótsstjóri og hluti framkvæmdanefndar.

Yfirlitssýning Sörlastöðum

28.05.2010
Fréttir
Yfirlitssýning kynbótahrossa  á Sörlastöðum er á morgun föstudaginn 28. maí  og hefst kl. 10:00. Byrjað verður á hryssum í flokki  7 vetra og eldri  og endað á stóðhestum 7 vetra og eldri.  Reiknað er með að hádegishlé verði tekið þegar sýningum á 5 vetra hryssum er lokið, þannig að eftir hádegi verður byrjað á 4 vetra hryssum og síðan yngstu stóðhestunum.

Bakteríusýking helsti orsakavaldurinn

27.05.2010
Fréttir
Nú liggur fyrir að smitandi hósti er ekki af völdum neinna af þeim alvarlegu veirusýkingum sem þekktar eru og leggjast á öndunafæri hrossa. Bakterían Streptococcus zooepidemicus hefur hins vegar ræktast úr öllum sýnum sem tekin hafa verið úr hrossum með hósta og graftarkenndan hor, en ekki úr hrossum sem eingöngu hafa verið með nefrennsli eða heilbrigð.

Tilkynning frá FT

27.05.2010
Fréttir
Félag tamningamanna lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem er upp er komin varðandi smitandi kvefpest í hrossum. Þar sem ekki hefur tekist að greina veiruna eru afleiðingar pestarinnar enn óljósar og hún virðist þrálát og erfið viðureignar.

Reiðmaðurinn - LBHÍ

27.05.2010
Fréttir
Reiðmaðurinn, er tveggja ára nám í gegnum Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, sem tekið verður inn í þriðja sinn í haust. Námið verður boðið fram, m.a. á Flúðum, Iðavöllum á Héraði og á höfuðborgarsvæðinu. Kennt er ca. einu sinni í mánuði frá föstudegi til sunnudags, september til apríl bæði árin. Auk þess fær fólk bóklega kennslu í gegnum fjarnám og staka fyrirlestra.

Úrtaka hjá Létti

26.05.2010
Fréttir
Úrtaka hjá hestamannafélaginu Létti, Akureyri, verður haldin 5. júní á Hlíðarholtsvelli í Lögmannshlíð.  Við munum halda 2 úrtökur, 5. júní og líklega 19. júní. A.T.H. að í þetta sinn verður einungis riðin forkeppni. Við munum líklega ríða úrslit í seinni úrtökunni.

Kynbótasýningar á Gaddstaðaflötum

26.05.2010
Fréttir
Enn hefur verið ákveðið að framlengja skráningarfrest á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu. Síðasti skráningardagur verður fimmtudagurinn 27. maí.  Bændasamtök Íslands hafa gefið leyfi til að sýningin standi til 18. júní.