Fréttir

Álfur ofl. með afkvæmum á Stóðhestaveislu

31.03.2010
Fréttir
Nokkrir af þeim stóðhestum sem fram koma á Stóðhestaveislunni á Hellu verða sýndir með afkvæmum. Fyrir áhugafólk um ræktun er alltaf spennandi að sjá afkvæmi og verður gaman að berja hópana augum.

Aron frá Strandarhöfði mætir á Ístölt

31.03.2010
Fréttir
Stóðhesturinn Aron frá Strandarhöfði mætir á Ístölt „Þeirra allra sterkustu“ og sýnir listir sínar. Óðssonurinn Aron hefur ekki komið fram í nokkur ár og ríkir því mikil eftirvænting að sjá klárinn en sýnandi hans verður Hinrik Bragason. Óður hefur hæst hlotið 8.54 í aðaleinkunn, þar af 8.75 fyrir hæfileika.

Viltu vinna foltatoll undir Álf frá Selfossi?

30.03.2010
Fréttir
Happdrættismiðar til styrktar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum eru nú til sölu í verslun Líflands að Lynghálsi. Í vinning er folatollur undir engan annan en Álf frá Selfossi. Gefandi tollsins er Christina Lund.

Úrtaka fyrir "Fákar og Fjör"

30.03.2010
Fréttir
Úrtaka verður fyrir stórsýninguna "Fákar og fjör" þriðjudaginn 30. mars kl. 19:00. Ekki þarf að skrá sig, nóg að mæta á staðinn.

Innbrot í hesthús við Hlíðarþúfur í Hafnarfirði

30.03.2010
Fréttir
Aðfararnótt sunnudagsins 28 mars var brotist inn í hesthús við Hlíðarþúfur í Hafnarfirði. Þjófarnir höfðu á brott með sér fimm hnakka, nokkur beisli og önnur reiðtygi ásamt 5 hjálmum. Tjónið er að sjálfsögðu tilfinnanlegt fyrir eigendurnar sem ekki eru tryggðir sérstaklega vegna reiðtygjanna eða innbrots í hesthús.  

Ver Nátthrafn titilinn?!

29.03.2010
Fréttir
Nátthrafn frá Dallandi sigurvegari  Ístölts „Þeirra allra sterkustu“ 2009 mætir til leiks á laugardaginn, 3.apríl, í Skautahöllina í Laugardal og freistar þess að verja titilinn.

Æskulýðsmót Líflands og Léttis

29.03.2010
Fréttir
Opna æskulýðsmót Líflands og Léttis verður haldið laugardaginn 3. apríl n.k. í Top Reiterhöllinni og byrjar mótið klukkan 10:00. Keppt verður í tölti og fjórgangi.

Orri frá Þúfu á STÓÐHESTAVEISLU 2010

29.03.2010
Fréttir
Hinn eini sanni Orri frá Þúfu verður heiðurshestur Stóðhestaveislunnar í ár! Hann mun sjálfur mæta á svæðið ásamt nokkrum afkomenda sinna. Óhætt er að segja að enginn hestur hafi markað jafn djúp spor í íslenska hrossarækt fram að þessu og er það sannkallaður heiður að fá höfðingjann Orra til veislunnar!

Miðasala hafin á Ístölt

28.03.2010
Fréttir
Forsala aðgöngumiða á Ístölt "Þeirra allra sterkustu" er hafin í verslun Líflands á Lynghálsi og verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi.