Fréttir

Uppfærðir ráslistar - Svellkaldar konur

12.03.2010
Fréttir
Hér að neðan birtast uppfærðir ráslistar eins og þeir standa núna. Munið að afskráningar og breytingar skulu sendast á skjoni@simnet.is eins fljótt og auðið er. Á þessum lista má líka sjá í hvaða liði hver knapi er, en hvert lið er einkennt með lit. Knapar eru hvattir til að einkenna sig með sínum liðs lit, t.d. með hálsklút, flík, slaufu á ístaðið eða eitthvað slíkt. Það lið sem fær flest stig fær sér verðlaun og um að gera að fylgjast með hverjar eru saman í liði og hvetja sína félaga!

Miðasala Landsmóts 2010 fer vel af stað

11.03.2010
Fréttir
Um 60% þeirra sem keypt hafa miða á netinu eru Íslendingar og má leiða að því líkum að það sem rekur landann áfram sé að festa sér hjólhýsastæði með aðgengi að rafmagni en um 300 stæði eru í boði á Vindheimamelum.  Þegar er búið að selja hátt í 1/3 af stæðunum á þessum fyrstu dögum miðasölunnar og fer stúkusalan einnig vel af stað.

Fréttatilkynning - Fákar og Fjör

11.03.2010
Fréttir
Af óviðráðanlegum orsökum hefur verið ákveðið að stórsýningin Fákar og Fjör sem átti að fara fram í Top Reiter höllinni á Akureyri 10 apríl n.k. verði haldin viku síðar eða laugardaginn 17. apríl.

Dagskrá fyrir "Svellkaldar konur" 2010

11.03.2010
Fréttir
DAGSKRÁ: Kl. 17:00 Minna vanar – forkeppni Kl. 17:40 Meira vanar – forkeppni Kl.19:00 Opinn flokkur – forkeppni

Æskan & hesturinn í Kastljósinu í kvöld

11.03.2010
Fréttir
Stórsýningin Æskan & hesturinn 2010 verður um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Eins og venja er, verða tvær sýningar hvorn daginn, kl. 13 og kl. 16. Frítt er inn meðan húsrúm leyfir.

Ráslistar á Svellkaldar 2010

11.03.2010
Fréttir
Nú hefur verið dregið um rásröð á Svellköldum 2010 og birtist hún hér að neðan. Dagskrá mótsins verður kynnt fyrir helgi, en mótið hefst kl. 17 á laugardaginn með forkeppni í flokknum Minna vanar.

Vetrarleikar í Gusti í kvöld!

10.03.2010
Fréttir
Annað mótið í mótaröð Keiluhallarinnar og Gusts mun fara fram í reiðhöllinni í Glaðheimum í kvöld kl. 18:30. Mótinu var frestað sl. laugardag vegna veðurs og vallaraðstæðna og þar sem fjöldi viðburða um helgina kemur í veg fyrir að hægt sé að hafa mótið þá, hefur því verið komið á dagskrá í kvöld. Skráning fer fram í Helgukoti á milli kl. 17:30 og 18:00.

Gæðingafimi annað kvöld

10.03.2010
Fréttir
Næsta keppnisgrein í Meistaradeild VÍS er gæðingafimi. Keppnin verður á morgun fimmtudag í Ölfushöllinni og hefst keppni klukkan 19:30. Gæðingafimin er mikil áskorun fyrir knapana. Þar eru allir þættir dæmdir sérstaklega og síðan heildarútlit sýningarinnar.

Fjölskyldusýningin Æskan & hesturinn

09.03.2010
Fréttir
Fjölskyldusýningin Æskan & hesturinn verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina, 13. og 14. mars. Tvær sýningar verða hvorn daginn, kl. 13:00 og kl. 16:00.