Fréttir

HÍDÍ samræmingarnámskeið- síðasti sjens!

09.03.2010
Fréttir
Kæri íþróttadómari! Vegna fjölda áskorana hefur stjórn HÍDÍ ákveðið að halda enn eitt samræmingarnámskeið mánudaginn 15.mars nk. kl. 17.00 stundvíslega í Íþróttamiðstöðinn í Laugardal. Vinsamlegast staðfestið þátttöku:   pjetur@pon.is

Fáksfréttir

08.03.2010
Fréttir
Í kvöld verður fundur í félagsheimili Fáks um málefni hrossaræktarinnar og hefst fundurinn kl. 20:30 Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, Sigrún Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna og fulltrúi í fagráði í hrossarækt og Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands. Kynnt verða m.a. nýjar vægistölur í kynbótadómum og margt fleira fróðlegt. Nauðsynlegt er fyir þá sem hafa gaman af hrossarækt að fjölmenna og heyra í forystumönnum okkar hvað er að gerast og einnig að hafa áhrif á stefnumótun í hrossaræktarmálefnum. Fjölmennum. *Reiðhöllin:  Þar sem sýningin Æskan og hesturinn er um helgina verður Reiðhöllin lokuð töluvert í vikunni vegna æfinga. Þriðjudaginn 9. mars  er höllin lokuð frá kl. 15:00 - 22:00 Miðvikudaginn 10. mars er höllin lokuð frá 18:00 - 22:00 Fimmtudaginn 11. mars er höllin lokuð frá kl. 18:00 - 22:00 Föstudaginn 12. Mars er höllin lokuð frá kl. 20:00 - 21:00 Laugardag og sunnudag er höllin svo lokuð en þá er sýningin Æskan og hesturinn sem allir ættu að koma á. *Það verður ekki reiðkennari þá á miðvikudagskvöldið vegna æfinga fyrir æskan og hesturinn. Minnum á almennar umferðarreglur í Reiðhöllinni og taka tillit til annara sem eru að þjálfa. *Næsta Bikarmót verður á föstudagskvöldið í reiðhöllinni hjá Mánamönnum í Keflavik. Keppt verður í Smala, brokki og skeiði. Skemmtilegt mót sem gaman er að fara á . *Reiðtúr  verður nk. laugardag. Mæting við Reiðhöllina kl.14:00

Vegna fréttatilkynningar frá Stíganda,Léttfeta, Geysi og Sindra

08.03.2010
Fréttir
Vegna fréttatilkynningar frá Stíganda,Léttfeta, Geysi og Sindra vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri. Að morgni fimmtudagsins 4. mars hafði formaður Stíganda í Skagafirði samband við  skrifstofu LH og bað um fund með stjórn LH fyrir félögin í Skagafirði. 

Svellkaldar á laugardaginn

08.03.2010
Fréttir
Ístöltsmót kvenna, "Svellkaldar konur" fer fram í Skautahöllinni í Laugardal á laugardaginn kemur 13. mars og hefst mótið kl. 17. Alger sprengja varð í skráningu á mótið og stefnir í hörkukeppni í öllum flokkum. Sigurvegari opna flokksins í fyrra, Lena Zielinski mun freista þess að verja titil sinn, en fær án efa hörkukeppni því flestar bestu reiðkonur landsins eru skráðar til leiks.

Áríðandi tilkynning til keppenda í hestaíþróttum

08.03.2010
Fréttir
HÍDÍ hefur haldið tvö samræmingarnámskeið á undanförnum dögum.   Ýmsar breytingar voru kynntar dómurum um áherslur í dómstörfum og túlkunaratriði á reglum sem notaðar hafa verið.   Dómurum finnst áríðandi að þessar ábendingar skili sér til allra keppenda. Hjálagt fylgja helstu breytingarnar – en keppendur eru hvattir til að prenta út Leiðaran af heimasíðu LH www.lhhestar.is undir keppnismál – íþróttadómarar og kynna sér hann.  

Landsmót hestamannafélaga í Reykjavík 2012

05.03.2010
Fréttir
Hestamannafélagið Fákur og Landssamband hestamannafélaga undirrituðu í dag samstarfssamning um að Landsmót hestamanna árið 2012 verði haldið á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík.  Landsmót eru haldin á tveggja ára fresti og verður landsmót haldið  í Reykjavík dagana 24. júni til 1. júlí 2012 á 90 ára afmæli Hestamannafélagsins Fáks.

Æskan og hesturinn

05.03.2010
Fréttir
Reiðhöllin í Víðidal

Æskan og hesturinn

05.03.2010
Fréttir
Reiðhöllin í Víðidal

Hross í hollri vist

05.03.2010
Fréttir
Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir námskeiði laugardaginn 13. mars um hesthúsbygginar - Hross í hollri vist! Hvetjum alla sem standa í slíku, nýbyggingum eða lagfæringum, að skrá sig sem fyrst.