Fréttir

Slaktaumatölt á fimmtudag

23.02.2010
Fréttir
Næsta grein í Meistaradeild VÍS er slaktaumatölt og fer keppnin fram í Ölfushöllinni á fimmtudaginn. Þetta er þriðja mótið í deildinni og má gera ráð fyrir því að hart verði barist bæði í einstaklings og liðakeppninni. Gaman verður að sjá hver mætir með hvern.

Úrtaka „Allra sterkustu“

22.02.2010
Fréttir
Ístöltið „Allra sterkustu“ verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal þann 3.apríl. Þar munu mæta til leiks íslenskir landsliðsknapar, heimsmeistarar, Íslandsmeistarar og fleiri feikna sterkir knapar og hestar. Viðburður sem enginn hestamaður má láta fram hjá sér fara.

Ís-landsmót á Svínavatni 6. mars

22.02.2010
Fréttir
Undirbúningur vegna mótsins gengur ágætlega og mikil og góð stemming í gangi. Það eina sem menn hafa áhyggjur af  (aðallega sunnan heiða)  er hvort ísinn sé í lagi.

Ályktun frá stjórn Hestamannafélagsins Sörla varðandi landsmót í Reykjavík 2012

22.02.2010
Fréttir
Á fundi þann 16. febrúar fjallaði stjórn Hestamannafélagsins Sörla um val stjórnar LH á landsmótsstað fyrir árið 2012. Mjög skiptar skoðanir eru innan stjórnar Sörla og meðal félagsmanna um hvort halda eigi landsmót á höfuðborgarsvæðinu.

Samstarf Landsmóts og Líflands innsiglað

19.02.2010
Fréttir
Undirbúningur Landsmóts 2010 er á fullu skriði enda að mörgu að huga þegar að svo viðamiklum viðburði kemur.  Eftir áralangt samstarf liggur Lífland ekki á liði sínu og í morgun var undirritaður samstarfssamningur á milli fyrirtækisins og Landsmóts.

Menntamatrixa FEIF

19.02.2010
Fréttir
Menntamatrixulistar FEIF er nú að finna á heimasíðu LH. Hér til vinstri á forsíðunni er flipi sem heitir Matrixa FEIF og þar er hægt skoða listana.

Annað kvöldið í KEA mótaröðinni – Fjórgangur

19.02.2010
Fréttir
Næstkomandi fimmtudag hefst annað kvöldið af fjórum í KEA mótaröðinni í Top Reiterhöllinni á Akureyri. Keppt verður í fjórgangi og hefst keppnin klukkan 20:00 fimmtudaginn 25. febrúar. Húsið opnar kl. 19:30.

Umsóknir fyrir YOUTH CUP

17.02.2010
Fréttir
Æskulýðsnefnd LH minnir áhugasama á að skila inn umsóknum á Youth Cup sem verður haldið 10.- 18. júlí nk. Mótið er haldið í Kalo í Damörku.  Útvegaðir verða hestar ef óskað er. Skilyrði fyrir þátttöku: Reynsla í hestamennsku, enskukunnátta, keppnisreynsla í íþróttakeppni, sjálfstæði, geta unnið í hóp og reglusemi.

Samræmingarnámskeið HÍDÍ - 2010

16.02.2010
Fréttir
Nú er komið að fyrra samræmingarnámskeiði HÍDÍ sem haldið verðursunnudaginn  21. feb. 2010 norðan heiða í reiðhöllinni á Blönduósi. Námskeiðið hefst stundvíslega kl 9.00 árdegis og stendur til 17.00.