Fréttir

Vegleg gjöf í Hóla frá Magnúsi Sigurðssyni

05.02.2010
Fréttir
Magnús Sigurðsson læknir og hestamaður færði Háskólanum á Hólum og Sögusetri íslenska hestsins veglega gjöf við athöfn í dag. Magnús sem komin er yfir áttrætt hefur í gegnum tíðina safnað orðum og orðatiltækjum sem tengjast hestum og hestamennsku.

Fáksfréttir

04.02.2010
Fréttir
Á föstudagskvöldið verður Grímutölt í Reiðhöllinni og hefst það kl. 20:30. Keppnisformið er hægt tölt og fegurðartölt. Keppt verður í tveimur aldursflokkum og tveimur styrkleikaflokkum innan hvers aldursflokks (ef næg þátttaka næst).

„Ung á uppleið“

03.02.2010
Fréttir
Félag tamningamanna mun í samstarfi við unga og efnilega reiðkennara standa fyrir sýnikennslu í reiðhöllinni í Borgarnesi þriðjudaginn 9.febrúar kl.20.

Léttisfréttir

03.02.2010
Fréttir
Þorsteinn „okkar“ Björnsson Reiðkennari á Hólum verður með reiðnámskeið í Top Reiter höllinni 12-14 febrúar. Tveir nemendur eru saman í hóp og fá þeir 5 kennslustundir. Kennt verður frá föstudagskvöldi til sunnudags. Verð er aðeins 12.500 kr. fyrir Léttisfélaga. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Friðrik í síma 896-5309 fyrir miðvikudaginn 10. febrúar.

Tilkynning frá Keppnisnefnd LH

03.02.2010
Fréttir
Fyrir keppnistímabilið 2010 gilda eftirfarandi reglur um innanhússmót:

KEA-mótaröðin

02.02.2010
Fréttir
KEA-mótaröðin 2010 mun hefjast þann 11. febrúar n.k. í Top Reiterhöllinni. Keppt verður í einum flokki og hefst hún á tölti.

Meistaradeild UMFÍ og LH

01.02.2010
Fréttir
Meistaradeild UMFÍ og LH verður haldin í apríl 2010 í Rangárhöllinni. Mótadagar eru eftirfarandi:

Ístöltsmót 2010

01.02.2010
Fréttir
Landsliðsnefnd LH vill vekja athygli á þeim ístöltum sem haldin verða í vetur til styrktar íslenska landsliðinu í hestaíþróttum.

Hefur þú áhuga á að bjóða unglingum í heimsókn?

01.02.2010
Fréttir
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna í samvinnu við aðra æskulýðsfulltrúa innan FEIF mun í sumar gefa íslenskum unglingum kost á að heimsækja önnur aðildarlönd FEIF. Fyrirkomulagið verður þannig að unglingar á aldrinum 14 – 17 ára verða í 1 – 2 vikur hjá fjölskyldum sem eiga íslenska hesta og taka þátt í þeirra daglegu störfum.  Þetta er tækifæri fyrir áhugasama krakka að kynnast hestamennskunni á erlendri grund og mynda vinatengsl.